Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úranusi og Neptúnusi fyrstur allra geimfara. Voyager 1 er sá manngerði hlutur sem er hvað lengst í burtu frá jörðinni en Voyager 2 fylgir fast á hæla hans. Voyager 1 er á leið til endimarka sólkerfisins á hraðanum 3,6 AU á ári samkvæmt upplýsingum frá NASA. Það þýðir að geimfarið ferðast 61 þúsund kílómetra á klukkustund. Þessa dagana eru menn að hanna nýtt farartæki sem verður langhraðskreiðasta farartæki í heimi. Þetta tæki býr til segulsvið og dælir jónuðu gasi, í þetta segulsvið. Þegar þetta gas rekst á öreindir í geimnum myndast orka sem knýr farartækið áfram. Vísindamenn hafa reiknað út að hún muni komast á 288,000 kílómetra hraða á klukkustund. Til dæmis má nefna að ef þetta farartæki færi af stað árið 2003, þá næði það Voyager One, sem fór af stað árið 1977 og hefur 11 billjón kílómetra forskot, árið 2013. Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
- Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn? eftir Stefán Inga Valdimarsson.
- Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það? eftir Þorstein Vilhjámsson.
- Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna? eftir Ágúst Valfells.
- Hvað komast hraðfleygustu þotur hratt? eftir Kristján Eldjárn Hjörleifsson.
- Hvað heita reikistjörnurnar? eftir Ögmund Jónsson.