Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?

Björn Brynjúlfur Björnsson



Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úranusi og Neptúnusi fyrstur allra geimfara. Voyager 1 er sá manngerði hlutur sem er hvað lengst í burtu frá jörðinni en Voyager 2 fylgir fast á hæla hans. Voyager 1 er á leið til endimarka sólkerfisins á hraðanum 3,6 AU á ári samkvæmt upplýsingum frá NASA. Það þýðir að geimfarið ferðast 61 þúsund kílómetra á klukkustund.

Þessa dagana eru menn að hanna nýtt farartæki sem verður langhraðskreiðasta farartæki í heimi. Þetta tæki býr til segulsvið og dælir jónuðu gasi, í þetta segulsvið. Þegar þetta gas rekst á öreindir í geimnum myndast orka sem knýr farartækið áfram. Vísindamenn hafa reiknað út að hún muni komast á 288,000 kílómetra hraða á klukkustund. Til dæmis má nefna að ef þetta farartæki færi af stað árið 2003, þá næði það Voyager One, sem fór af stað árið 1977 og hefur 11 billjón kílómetra forskot, árið 2013.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

BBC NEWS

Bandaríska geimferðastofnunin NASA

Myndin af Voyager var á vefsetri NASA

Skoðið einnig skyld svör:Lesa má meira um geimferðir og reikistjörnurnar með því að slá viðeigandi orð í leitarvélina.

Höfundur

nemandi í Vesturbæjarskóla

Útgáfudagur

18.4.2002

Spyrjandi

Hákon Gylfason

Tilvísun

Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2321.

Björn Brynjúlfur Björnsson. (2002, 18. apríl). Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2321

Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2321>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?


Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úranusi og Neptúnusi fyrstur allra geimfara. Voyager 1 er sá manngerði hlutur sem er hvað lengst í burtu frá jörðinni en Voyager 2 fylgir fast á hæla hans. Voyager 1 er á leið til endimarka sólkerfisins á hraðanum 3,6 AU á ári samkvæmt upplýsingum frá NASA. Það þýðir að geimfarið ferðast 61 þúsund kílómetra á klukkustund.

Þessa dagana eru menn að hanna nýtt farartæki sem verður langhraðskreiðasta farartæki í heimi. Þetta tæki býr til segulsvið og dælir jónuðu gasi, í þetta segulsvið. Þegar þetta gas rekst á öreindir í geimnum myndast orka sem knýr farartækið áfram. Vísindamenn hafa reiknað út að hún muni komast á 288,000 kílómetra hraða á klukkustund. Til dæmis má nefna að ef þetta farartæki færi af stað árið 2003, þá næði það Voyager One, sem fór af stað árið 1977 og hefur 11 billjón kílómetra forskot, árið 2013.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

BBC NEWS

Bandaríska geimferðastofnunin NASA

Myndin af Voyager var á vefsetri NASA

Skoðið einnig skyld svör:Lesa má meira um geimferðir og reikistjörnurnar með því að slá viðeigandi orð í leitarvélina....