Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1997 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna verður það æ algengara að samsett orð séu slitin í sundur? Til dæmis 'menntamála ráðuneyti' og 'unglinga drykkja'.

Ástæðu þess að samsett orð eru oftar en áður skrifuð í tveimur orðum má rekja til ensku. Orð eins og menntamálaráðuneyti og unglingadrykkja eru samsett í íslensku en sambærileg orð í ensku eru skrifuð sundur slitin. Í 34. grein reglna um stafsetningu segir í 12. kafla:Stofnsamsetningar skal rita sem eina heild. Go...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?

Þyngdarkraftur frá hlut er í réttu hlutfalli við massa hlutarins eða efnismagn. Massi sólarinnar er 23.000 sinnum meiri en massi Úranusar og þyngdarkraftur frá sól er að sama skapi meiri en þyngdarkraftur frá Úranusi, miðað við sömu fjarlægð frá miðju hnattanna. En við viljum kannski ekki endilega miða við sömu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lenda kettir alltaf á löppunum?

Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum. Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...

category-iconEfnafræði

Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?

Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...

category-iconNæringarfræði

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?

Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?

Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?

Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...

category-iconLæknisfræði

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi? - Myndband

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

Fleiri niðurstöður