Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað eru til margar vetrarbrautir?

Í afar áhugaverðu svari við spurningunni Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? segir Sævar Helgi Bragason meðal annars:Grenndar-ofurþyrpingin er einungis ein ofurþyrping meðal margra svipaðra ofurþyrpinga í alheiminum. Meðalfjarlægðin milli vetrarbrauta innan lítilla þyrpinga eins og Grenndarhópsins er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?

Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru broddgeltir einhvers staðar á Íslandi?

Broddgöltur ættaður frá Skotlandi. Broddgeltir (Erinaceidae) finnast ekki í íslenskri náttúru. Hins vegar hafa þeir mjög mikla útbreiðslu á heimsvísu og finnast á stórum svæðum í Asíu, Afríku og Evrópu. Þar með talin eru svæði í nágrannlöndum okkar eins og Danmörku, víða í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. E...

category-iconHugvísindi

Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?

Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconTrúarbrögð

Er himnaríki til?

Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex hárið?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér? Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði? Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum? Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáu...

category-iconVísindavefur

Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?

Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju lýsir eldurinn?

Þegar eldur brennur losnar svokölluð efnaorka (e. chemical energy) úr læðingi. Sameindir efnisins sem er að brenna taka að hreyfast með miklum hraða og sleppa frá efninu. Orkan sem losnar breytist í aðrar myndir af orku. Hluti af orkunni myndar ljós en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Í raun og ...

Fleiri niðurstöður