Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4051 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hversu algeng eru ristilkrabbamein?

Krabbamein í ristli eru um 7% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru þriðja algengasta dánarorsök hjá krabbameinssjúklingum á Íslandi. Þessi krabbamein eru heldur algengara hjá körlum en konum. Á árunum 2006-2010 var aldursstaðlað nýgengi hér á landi 23,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?

Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...

category-iconHugvísindi

Hvað var Píningsdómur?

Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?

Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?

Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?

Upprunalega spurningin var: Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur? Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem m...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?

Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...

category-iconEfnafræði

Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?

Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...

category-iconHeimspeki

Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Hugmyndin um öfugt litróf (e. inverted spectrum) hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum áratugum meðal þeirra heimspekinga sem fást við heimspeki mannshugarins. Þessa hugmynd má þó rekja lengra aftur í tíma en til undanfarinna áratuga því að hún er sett fram hjá John Locke (1632-1704) í bók hans An Essay co...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?

James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconHeimspeki

Hvað er 'paradigm'?

Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...

Fleiri niðurstöður