Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 735 svör fundust

category-iconVísindavefur

Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...

category-iconNæringarfræði

Eru egg hollari hrá en soðin?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hæ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru kraftar Londons?

Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hollt mataræði?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?

Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...

category-iconNæringarfræði

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...

category-iconSálfræði

Af hverju eru börn matvönd en hætta því svo oftast þegar þau verða eldri?

Áhyggjur af matvendni barna eru eðlilegar og ekki aðeins byggðar á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra. Mikil streita getur fylgt því að eiga barn með matvendni og s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?

Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...

category-iconHeimspeki

Hvenær er rökfærsla sönn?

Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðvarmi?

Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...

category-iconHugvísindi

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...

category-iconHugvísindi

Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?

Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?

Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og ei...

Fleiri niðurstöður