Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1221 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Mídas konungur?

Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?

Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hen...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?

Trefjar eða trefjaefni í matvælum eru kolvetni sem líkaminn getur ekki melt. Flest kolvetni eru brotin niður í sykursameindir í líkamanum en ekki er hægt að gera það við trefjaefnin. Trefjaefnum er skipt í tvo meginflokka - leysanleg og óleysanleg - og eru báðir gagnlegir fyrir heilsuna. Leysanleg trefjaefni le...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?

Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er jáeind?

Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?

Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?

Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?

Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...

category-iconJarðvísindi

Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?

Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?

Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...

category-iconFélagsvísindi

Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?

Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?

Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg. Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir Sjáv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?

Gaulverjabær er kirkjustaður í Gaulverjabæjarhreppi (nú Flóahreppi) í Flóa og er nefndur í Landnámabók. Þar segir að Loftur Ormsson hafi komið af Gaulum og numið land á þeim slóðum „ok bjó í Gaulverjabæ ok Oddný móðir hans, dóttir Þorbjarnar gaulverska“ (Íslenzk fornrit I:368). Nafnið hefur oft verið stytt í B...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?

Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu. Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftir...

Fleiri niðurstöður