Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?

EÖÞ

Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta kasti, það er án þess að halda eftir teningum og kasta afgangi aftur, er auðveldara að hugsa sér að einum teningi sé kastað í einu. Þar sem líkindin á að fá tiltekna tölu með teningi eru óháð hvað við fáum á hinum teningunum má það.

  1. Fyrsti teningur: Hér skiptir engu máli hvað við fáum; því talan sem hér kemur gefur til kynna hvaða tala þarf að koma upp á sérhverjum teningi sem eftir er. Líkurnar eru því 6/6 eða 1.
  2. Annar til sjötti teningur: Hérna þurfum við að fá sömu tölu og kom upp í fyrsta kasti til að fá yatsý. Líkurnar á sérhverri tölu eru 1/6.
Nú má margfalda:

\[\frac{6}{6}\cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6}=1\cdot (\frac{1}{6})^{5}= 0,000127\]eða 0,0127%.

Þetta er því staða sem að meðaltali kemur upp í eitt af hverjum 7776 skiptum.

Mynd: Iogs.de

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.11.2003

Spyrjandi

Sunna Schram

Tilvísun

EÖÞ. „Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3841.

EÖÞ. (2003, 6. nóvember). Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3841

EÖÞ. „Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?
Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:

Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta kasti, það er án þess að halda eftir teningum og kasta afgangi aftur, er auðveldara að hugsa sér að einum teningi sé kastað í einu. Þar sem líkindin á að fá tiltekna tölu með teningi eru óháð hvað við fáum á hinum teningunum má það.

  1. Fyrsti teningur: Hér skiptir engu máli hvað við fáum; því talan sem hér kemur gefur til kynna hvaða tala þarf að koma upp á sérhverjum teningi sem eftir er. Líkurnar eru því 6/6 eða 1.
  2. Annar til sjötti teningur: Hérna þurfum við að fá sömu tölu og kom upp í fyrsta kasti til að fá yatsý. Líkurnar á sérhverri tölu eru 1/6.
Nú má margfalda:

\[\frac{6}{6}\cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6} \cdot \frac{1}{6}=1\cdot (\frac{1}{6})^{5}= 0,000127\]eða 0,0127%.

Þetta er því staða sem að meðaltali kemur upp í eitt af hverjum 7776 skiptum.

Mynd: Iogs.de...