Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 371 svör fundust
Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?
Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...
Hvað endist matur lengi?
Inngangur Öll matvæli skemmast fyrr eða síðar og fyrir flesta takmarka skemmdir endingartíma matvæla. Við skemmdir breytast ákveðnir eiginleikar matvæla þannig að þau eru ekki lengur boðleg til neyslu. Mjög oft stafa skemmdir af völdum örvera en einnig geta matvæli orðið óhæf til neyslu vegna ýmissa óæskilegra...
Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Ingu Gunnarsdóttur: Hvað er Mars stór og hve gamall er hann?Aldur Mars er talinn vera nokkurn veginn hinn sami og aldur jarðar og raunar sólkerfisins alls; um 4600 milljónir ára. Nokkrar tölur um Mars, til upprifjunar, og tölur um jörðina til samanburðar: MarsJörð ...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?
Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...
Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?
Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...
Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?
Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...
Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?
Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...
Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...
Er hægt að spá fyrir um hvort komandi vetur verður harður eða mildur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er hægt að spá fyrir um hvort að komandi vetur verður harður eða mildur með lengri fyrirvara? Er einhver fylgni milli t.d. sumars og veturs eða þá milli ára (t.d. ef tveir mildir vetur í röð auki líkur á hörðum vetri). Því miður er ekki enn hægt með vissu að sjá fyrir fram hvo...
Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?
MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?
„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...