Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 862 svör fundust
Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...
Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark'?
Í heild var spurningin svona: Hvert er íslenska heitið yfir 'grey nurse shark' og hvernig eru þeir flokkaðir? Hákarlategund sú sem kallast grey nurse shark á ensku (Carcharias taurus) nefnist grái skeggháfur á íslensku. Hið sérstæða enska heiti þessara hákarla, "nurse", vísar til þess að þeir “fóstra” fjölda smáf...
Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...
Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?
Ares var grískur guð stríðs, hugrekkis, reiði og ofbeldis. Hann var ekki sérlega vinsæll, hvorki meðal guða né manna, og því var Aþena, gyðja visku og herkænsku, oft frekar tilbeðin og henni færðar fórnir í hans stað. Ares þótti frekar einfaldur guð sem lét sig litlu varða hvort hann ynni stríð eða bardaga bara ef...
Er Reykjanes það sama og Suðurnes?
Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?
Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“ Fá...
Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?
Einungis ein bálstofa er á Íslandi. Hún er staðsett í Fossvogi og ber heitið Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Tveir ofnar eru í bálstofunni og eru þeir kyntir með raforku en mun algengara er að líkbrennsluofnar séu kyntir með gasi. Við bálför er kista hins látna sett inn í líkbrennsluofn sem er...
Er hægt að stela frá sjálfum sér?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að ...
Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?
Moskítóflugur eru mýflugur. Tvívængjur (Diptera) skiptast í þrjá undirættbálka, Nematocera (mýflugur), Brachicera (ránflugur) og Cyclorapha (eiginlegar flugur). Nematocera, eða mýflugur, eru margar ættir, og þar á meðal eru hrossaflugur (Tipulidae), rykmý (Chironomidae), bitmý (Simuliidae) og moskítóflugur (Cu...
Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?
Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...
Hvað er sorg?
Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Hvað merkir hugtakið smásaga?
Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...