Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir.

GrænlandÍsland
NyrstiKap Morris Jesup 83°40’NRifstangi 66°32’N
SyðstiNunap Isua 59°46‘N
(Kap Farvel)
Kötlutangi 63°23’N
VestastiUllersuaq 73°01’V
(Kap Alexander)
Bjargtangar 24°32’V
AustastiNordøstrundingen 11°18’VGerpir 13°29’V

Ein helsta ástæða þess að margir gera sér ekki grein fyrir því að Grænland nær í raun austar en Ísland er sú að á kortum sést oft ekki nyrsti hluti Grænlands, en það er einmitt hann sem teygir sig lengra í austur en Ísland.



Hér má sjá hluta af heimskorti gert með svokallaðri Mercatorvörpun. Af kortinu að dæma nær Grænland ekki austar en Ísland, en við sjáum heldur ekki nyrsta hluta Grænlands.

Það er hins vegar ekki alltaf nóg að sjá eins langt norður og Grænland nær til þess að átta sig á því að það er austar en Ísland. Vandinn er sá að ekki er hægt að flytja hnöttótt yfirborð jarðar yfir á flatt blað án þess að einhver aflögun verði. Það er til dæmis mjög algengt á heimskortum að bjögunin verði mjög mikil þegar komið er nálægt heimskautasvæðunum. Þess vegna má oft sjá austasta hluta Íslands teygja sig lengra til hægri eða í austur á kortblaði en á við um austasta hluti Grænlands, þó raunveruleikinn sé annar.

Ef lengdarbaugar eru teiknaðir inn á kort er oft hægt að styðjast við þá til þess að átta sig á afstöðu landa. Þó að austasti hluti Grænlands nái ekki eins langt til hægri á korti og austasti hluti Íslands þá segja lengdarbaugarnir oft aðra sögu.



Hér er hluti af öðru heimskorti þar sem notuð er Winkel-kortvörpun. Grænland nær ekki eins langt til hægri (eða austurs) á kortinu en ef stuðst er við lengdarbaugana þá má sjá að það er alveg jafn austarlega og Ísland ef ekki austar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Mér var sagt að austasti hluti Grænlands væri austar en austasti hluti Íslands. Er það rétt?
  • Er það satt að Grænland nái lengra á suður, norður, vestur og AUSTUR en Ísland?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.3.2009

Spyrjandi

Valbjörn Guðjónsson
Andri Elvar Guðmundsson
Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52013.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 17. mars). Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52013

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52013>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?
Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir.

GrænlandÍsland
NyrstiKap Morris Jesup 83°40’NRifstangi 66°32’N
SyðstiNunap Isua 59°46‘N
(Kap Farvel)
Kötlutangi 63°23’N
VestastiUllersuaq 73°01’V
(Kap Alexander)
Bjargtangar 24°32’V
AustastiNordøstrundingen 11°18’VGerpir 13°29’V

Ein helsta ástæða þess að margir gera sér ekki grein fyrir því að Grænland nær í raun austar en Ísland er sú að á kortum sést oft ekki nyrsti hluti Grænlands, en það er einmitt hann sem teygir sig lengra í austur en Ísland.



Hér má sjá hluta af heimskorti gert með svokallaðri Mercatorvörpun. Af kortinu að dæma nær Grænland ekki austar en Ísland, en við sjáum heldur ekki nyrsta hluta Grænlands.

Það er hins vegar ekki alltaf nóg að sjá eins langt norður og Grænland nær til þess að átta sig á því að það er austar en Ísland. Vandinn er sá að ekki er hægt að flytja hnöttótt yfirborð jarðar yfir á flatt blað án þess að einhver aflögun verði. Það er til dæmis mjög algengt á heimskortum að bjögunin verði mjög mikil þegar komið er nálægt heimskautasvæðunum. Þess vegna má oft sjá austasta hluta Íslands teygja sig lengra til hægri eða í austur á kortblaði en á við um austasta hluti Grænlands, þó raunveruleikinn sé annar.

Ef lengdarbaugar eru teiknaðir inn á kort er oft hægt að styðjast við þá til þess að átta sig á afstöðu landa. Þó að austasti hluti Grænlands nái ekki eins langt til hægri á korti og austasti hluti Íslands þá segja lengdarbaugarnir oft aðra sögu.



Hér er hluti af öðru heimskorti þar sem notuð er Winkel-kortvörpun. Grænland nær ekki eins langt til hægri (eða austurs) á kortinu en ef stuðst er við lengdarbaugana þá má sjá að það er alveg jafn austarlega og Ísland ef ekki austar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Mér var sagt að austasti hluti Grænlands væri austar en austasti hluti Íslands. Er það rétt?
  • Er það satt að Grænland nái lengra á suður, norður, vestur og AUSTUR en Ísland?
...