Grænland | Ísland | |
Nyrsti | Kap Morris Jesup 83°40’N | Rifstangi 66°32’N |
Syðsti | Nunap Isua 59°46‘N (Kap Farvel) | Kötlutangi 63°23’N |
Vestasti | Ullersuaq 73°01’V (Kap Alexander) | Bjargtangar 24°32’V |
Austasti | Nordøstrundingen 11°18’V | Gerpir 13°29’V |
Það er hins vegar ekki alltaf nóg að sjá eins langt norður og Grænland nær til þess að átta sig á því að það er austar en Ísland. Vandinn er sá að ekki er hægt að flytja hnöttótt yfirborð jarðar yfir á flatt blað án þess að einhver aflögun verði. Það er til dæmis mjög algengt á heimskortum að bjögunin verði mjög mikil þegar komið er nálægt heimskautasvæðunum. Þess vegna má oft sjá austasta hluta Íslands teygja sig lengra til hægri eða í austur á kortblaði en á við um austasta hluti Grænlands, þó raunveruleikinn sé annar. Ef lengdarbaugar eru teiknaðir inn á kort er oft hægt að styðjast við þá til þess að átta sig á afstöðu landa. Þó að austasti hluti Grænlands nái ekki eins langt til hægri á korti og austasti hluti Íslands þá segja lengdarbaugarnir oft aðra sögu.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?
- Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?
- Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
- Á hvaða breiddargráðu er Ísland?
- Þorsteinn Sæmundsson 2002. Almanak fyrir Ísland 2003. Reykjavík, Háskóli Íslands
- Til opplysning - En skriftserie fra Universitetsbiblioteket i Trondheim. Skoðað 16. 3. 2009.
- Kort: Maps And Directions. Sótt 17. 3. 2009.
Hér er einnig svarað spurningunum:
- Mér var sagt að austasti hluti Grænlands væri austar en austasti hluti Íslands. Er það rétt?
- Er það satt að Grænland nái lengra á suður, norður, vestur og AUSTUR en Ísland?