Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er lífið til?

Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?

Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimi...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?

Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...

category-iconFöstudagssvar

Tala kindur fjármál?

Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...

category-iconHugvísindi

Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?

Fornmenn lögðu þann skilning í íþróttir að þær væru margvíslegir og aðdáunarverðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta. ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er ekki hægt að búa til óson og setja upp í gufuhvolfið?

Hér er einnig svarað spurningu Jóhanns Benjamínssonar, Er ekki hægt að finna upp leið til að framleiða óson? Til eru leiðir til að framleiða óson. Einfaldasta aðferðin felst í því að leiða rafstraum í gegnum venjulegt loft sem inniheldur súrefni og köfnunarefni. Það veldur því að súrefnissameindir (O2) rofna í sú...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig varð Guð til?

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?

Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta manneskjan til?

Manneskjur urðu til við þróun rétt eins og allar aðrar lífverur á jörðinni. Yfirlit yfir spurningar og svör um þróun, þá sérstaklega þróun mannsins, má finna í svari Páls Emils Emilssonar við spurningunni Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna? Það er samt eiginlega ekki hægt að segja að neinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?

Spurningin í heild hljóðar svona:Hvað þýðir nafnið Hekla (fjallið)? Er til útskýring á því hvers vegna fjöll hafa kvenkyns nöfn svo sem Katla, Esja og svo framvegis? Nafnið Hekla hefur oft verið talið merkja ‚kápa með hettu‘ en einnig ‚kambur til að kemba hör eða lín‘. Á þeim tíma sem fjallið fékk nafnið hefur þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins „að ulla“?

Orðið ulla er oftast notað í barnamáli sem upphrópun. Þá er um það að ræða að reka út úr sér tunguna að einhverjum, ulla á einhvern, oftast með einhverju hljóði, viðkomandi til óvirðingar. Af sama toga eru upphrópanirnar ullabí og ullabjakk sem lýsa viðbjóði, að eitthvað sé óæti, alger óþverri. Orðið ulla er o...

category-iconUmhverfismál

Skaðast ósonlagið mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn?

Nei, ósonlagið skaðast ekki mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn. Við mikinn hita eða háan loftþrýsting getur súrefni (O2) og köfnunarefni eða nitur (N2) andrúmsloftsins umbreyst í köfnunarefnisoxíð (nituroxíð, NOx). Þetta getur til dæmis gerst í flugvélahreyflum og útblæstri frá eldflaugum. Köfnunarefniso...

Fleiri niðurstöður