Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nei, ósonlagið skaðast ekki mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn.
Við mikinn hita eða háan loftþrýsting getur súrefni (O2) og köfnunarefni eða nitur (N2) andrúmsloftsins umbreyst í köfnunarefnisoxíð (nituroxíð, NOx). Þetta getur til dæmis gerst í flugvélahreyflum og útblæstri frá eldflaugum. Köfnunarefnisoxíð eru í hópi þeirra efna sem geta stuðlað að eyðingu ósonsins, eins og frá er greint í svari við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? hér á Vísindavefnum. Fjöldi eldflauga sem skotið er á loft frá jörðu er þó takmarkaður og mun minni en fjöldi flugvéla á flugi. Magn köfnunarefnisoxíða sem frá eldflaugum stafar er hverfandi, borið saman við það sem kemur frá flugvélahreyflum og það sem leitar upp í heiðloftin frá yfirborði jarðar af manna völdum eða af náttúrulegum orsökum.
Ágúst Kvaran. „Skaðast ósonlagið mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1082.
Ágúst Kvaran. (2002, 5. september). Skaðast ósonlagið mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1082
Ágúst Kvaran. „Skaðast ósonlagið mikið þegar eldflaugar fara upp í geiminn?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1082>.