Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 339 svör fundust
Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?
Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...
Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?
Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...
Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?
Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...
Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...
Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?
Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...
Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var: Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bar...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?
Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...
Hvernig var íslenski fáninn um 1918?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um sögu íslenska fánans og margir hafa einnig áhuga á að vita hvað blái liturinn í fánanum eigi að tákna. Hér er öllum þessum spurningum svarað. Hægt er að skoða spurningarnar í heild sinni neðst í þessu svari. Hin svonefndu sambandslög tóku gildi 1. desember 1918 en með þeim...
Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?
Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...
Af hverju er Grænihryggur grænn á litinn?
Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni: Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum? Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega græna...
Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?
Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...