Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?

Jóhanna Jakobsdóttir og Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Upprunaleg spurning Valgerðar var:
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bara vegna háþrýstings og því galið að senda svo stóran hóp inn, svo mér þætti mjög áhugavert að sjá úttekt á þessu en hef ekki fundið.

Mikið hefur verið rætt um einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að veikjast alvarlega ef þeir smitast af COVID-19. Ljóst er að margir með COVID-19 fá aðeins væg einkenni - ef þá nokkur - en aðrir eiga á hættu að fá lífshættulega sýkingu með ótalmörgum fylgikvillum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að vernda einstaklinga sem eru í áhættuhópi - en hversu margir eru það?

Fyrst ber að skilgreina áhættuna - þegar við segjum að einstaklingur sé í áhættuhópi, eða í aukinni hættu á að veikjast alvarlega ef hann smitast af COVID-19, þýðir það að einstaklingurinn sé í meiri hættu á að verða alvarlega veikur vegna vissra áhættuþátta. Með alvarlegum veikindum er ekki aðeins átt við þá sem deyja heldur einnig þá sem þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega fara í gjörgæslu. Mikilvægt er að hafa í huga að áhættan er meiri fyrir vissa hópa - en allir geta hins vegar orðið lífshættulega veikir vegna COVID-19 og er hættan á því mjög breytileg. Fullfrískir, ungir einstaklingar geta orðið lífshættulega veikir vegna COVID-19 og við skiljum enn illa af hverju það gerist.

Áhættuþættirnir eru ekki heldur jafngildir eða auðskiljanlegir: einn áhættuþáttur getur aukið áhættu lítillega meðan aðrir þættir geta aukið hana verulega. Þannig er ekki viðeigandi að skipta fólki einfaldlega í tvo flokka: í áhættuhópi eða ekki í áhættuhópi; mun betra er að segja að einstaklingur sé í lægri eða hærri áhættu, eftir aðstæðum. Til einföldunar verður hins vegar notast við hugtakið áhættuhópur.

Hætta á alvarlegum tilfellum COVID-19 eykst með aldri en aukningin er ekki línuleg. Fram til 50 ára aldurs er áhættuaukningin fyrir hvert ár sáralítil. Eftir 50 ára fer áhættan upp á við og vex hratt eftir 60 ára aldur.

Tökum sem dæmi mikilvægustu breytuna sem ákvarðar hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19: aldur. Hætta á alvarlegum tilfellum COVID-19 eykst með aldri; hins vegar eykst hún ekki línulega. Fram til 50 ára aldurs er áhættuaukningin fyrir hvert ár sáralítil. Eftir 50 ára aldur fer áhættan upp á við og vex hratt eftir 60 ára aldur. Þannig mætti segja að allir yfir fimmtugt séu í markverðri hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 - sem segir þó ekki alla söguna. Ef við notumst við tölur frá Þjóðskrá 1. janúar 2020 eru 116.898 einstaklingar 50 ára og eldri, en 72.906 einstaklingar 60 ára og eldri á Íslandi.

Annað gott dæmi er krabbamein. Yfir heildina litið er það að vera með krabbamein áhættuþáttur fyrir alvarlegri veikindi vegna COVID-19. Hins vegar er þetta mjög fjölbreyttur hópur og rétt að árétta að ekki eru allir innan hópsins í raun og veru í aukinni áhættu. Krabbamein er stór flokkur mismunandi sjúkdóma þar sem óheftur frumuvöxtur er í raun það eina sem þeir eiga sameiginlegt. Talið er ósennilegt að einstaklingar með fyrri sögu um krabbamein eða á farsælli meðferð við krabbameini séu í sérstakri áhættu. Hins vegar eru aðrir með vaxandi krabbamein, þrátt fyrir meðferð, eða alvarlega fylgikvilla tengda krabbameininu. Líklegast eru það þeir hópar krabbameinssjúklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Í árslok 2018 voru 15.294 lifandi á Íslandi eftir að hafa greinst með krabbamein og á ári hverju greinast 1600-1700 krabbameinstilfelli hér á landi.

Það ætti því að vera ljóst að umræðan er talsvert flóknari en hún sýnist í fyrstu. Aðrir áberandi áhættuhópar skilgreinast af eftirfarandi sjúkdómum/einkennum (reynt er að gefa hugmynd um faraldsfræði og algengi þessara áhættuþátta en þar ber að undirstrika breytileg tímabil rannsóknanna og mismunandi aðferðafræði):
  • Hjarta- og æðasjúkdómar: þetta er í rauninni stór hópur sjúkdóma sem nær meðal annars yfir kransæðasjúkdóm og hjartabilun. Þannig er erfitt að ná nákvæmlega yfir algengi þessara sjúkdóma. Sem betur fer hefur nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma verið á niðurleið síðustu áratugi, þó vissir áhættuþættir séu á uppleið (eins og sykursýki og offita). Árið 2009 greindust um 200 karlmenn/100.000 íbúa með kransæðasjúkdóm en um 70 konur/100.000 íbúa á Íslandi.
  • Sykursýki: líklegast er áhætta tengd sykursýki mismikil eftir gerð hennar - áhætta á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19 virðist frekar tengjast sykursýki af tegund 2 (e. diabetes mellitus, type 2). Því miður hefur algengi sykursýki farið vaxandi á síðustu árum. Algengi á Íslandi árið 2006 var 3,6% en meðal einstaklinga 30 ára og yfir var algengi komið upp í 7,1% árið 2016 (8,9% meðal karla en 5,3% meðal kvenna).
  • Langvinnur nýrnasjúkdómur: langvinnur nýrnasjúkdómur (e. chronic kidney disease eða CKD) er langvinn skerðing á starfsemi nýrna. Alvarlegri form CKD, sem eru enn fremur algengustu form sjúkdómsins, auka líkur á alvarlegum fylgikvillum COVID-19. Nýleg rannsókn Arnars Jónssonar og félaga sýnir aldursstaðlað algengi CKD á Íslandi um 3,27% fyrir karla og 4,01% fyrir konur.
  • Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disorder, COPD): COPD er ein margra afleiðinga reykinga á lungnavef. Algengi COPD á Íslandi var metið í hópi 755 einstaklinga 40 ára og eldri árið 2007 og reyndist 18%, þó með þeim varnagla að mögulegt ofmat væri á algengi meðal elstu einstaklinganna.
  • Offita: endurtekið hefur verið staðfest að offita (líkamsþyngdarstuðull (LÞS) yfir 30) eykur hættu á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19. Algengi offitu meðal Íslendinga var 23,9% árið 2016 meðal einstaklinga 30 ára og yfir og hefur almennt farið hækkandi með tímanum.
  • Reykingar: reykingar auka enn frekar hættu á alvarlegum fylgikvillum COVID-19. Þó mikill árangur hafi náðst í að minnka hlutfall þeirra sem reykja má vænta þess að um 15% miðaldra einstaklinga reyki að staðaldri á Íslandi.
  • Enn er umdeilt hvort háþrýstingur einn og sér auki líkur á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19. Hins vegar er klárt að háþrýstingur getur leitt til fjölda afleiddra heilsufarsvandamála (til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma). Háþrýstingur er mjög algengur - árið 2010 var algengi háþrýstings á Íslandi um 44% meðal karla og 38% hjá konum.

Af öllu ofangreindu má sjá að fjölda einstaklinga má skilgreina í áhættuhópi fyrir alvarleg veikindi vegna COVID-19. Þetta þýðir þó ekki að allir séu líklegir til að fá alvarlegan sjúkdóm - en sá möguleiki er til staðar í öllu þýðinu, ekki aðeins meðal áhættuhópa. Áfram er mikilvægt að vernda sérstaklega einstaklinga með áhættuþætti í núverandi árferði en það skiptir ekki síður máli að vernda alla, óháð áhættuhópi.

Heimildir:

Mynd:

Sigurður spurði: Með hliðsjón af COVID-19. Hversu margir teljast vera í hópi viðkvæmra á Íslandi?

Höfundar

Jóhanna Jakobsdóttir

líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

21.10.2020

Spyrjandi

Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, Sigurður Ásbjörnsson

Tilvísun

Jóhanna Jakobsdóttir og Jón Magnús Jóhannesson. „Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?“ Vísindavefurinn, 21. október 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80247.

Jóhanna Jakobsdóttir og Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 21. október). Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80247

Jóhanna Jakobsdóttir og Jón Magnús Jóhannesson. „Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var:

Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bara vegna háþrýstings og því galið að senda svo stóran hóp inn, svo mér þætti mjög áhugavert að sjá úttekt á þessu en hef ekki fundið.

Mikið hefur verið rætt um einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að veikjast alvarlega ef þeir smitast af COVID-19. Ljóst er að margir með COVID-19 fá aðeins væg einkenni - ef þá nokkur - en aðrir eiga á hættu að fá lífshættulega sýkingu með ótalmörgum fylgikvillum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að vernda einstaklinga sem eru í áhættuhópi - en hversu margir eru það?

Fyrst ber að skilgreina áhættuna - þegar við segjum að einstaklingur sé í áhættuhópi, eða í aukinni hættu á að veikjast alvarlega ef hann smitast af COVID-19, þýðir það að einstaklingurinn sé í meiri hættu á að verða alvarlega veikur vegna vissra áhættuþátta. Með alvarlegum veikindum er ekki aðeins átt við þá sem deyja heldur einnig þá sem þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega fara í gjörgæslu. Mikilvægt er að hafa í huga að áhættan er meiri fyrir vissa hópa - en allir geta hins vegar orðið lífshættulega veikir vegna COVID-19 og er hættan á því mjög breytileg. Fullfrískir, ungir einstaklingar geta orðið lífshættulega veikir vegna COVID-19 og við skiljum enn illa af hverju það gerist.

Áhættuþættirnir eru ekki heldur jafngildir eða auðskiljanlegir: einn áhættuþáttur getur aukið áhættu lítillega meðan aðrir þættir geta aukið hana verulega. Þannig er ekki viðeigandi að skipta fólki einfaldlega í tvo flokka: í áhættuhópi eða ekki í áhættuhópi; mun betra er að segja að einstaklingur sé í lægri eða hærri áhættu, eftir aðstæðum. Til einföldunar verður hins vegar notast við hugtakið áhættuhópur.

Hætta á alvarlegum tilfellum COVID-19 eykst með aldri en aukningin er ekki línuleg. Fram til 50 ára aldurs er áhættuaukningin fyrir hvert ár sáralítil. Eftir 50 ára fer áhættan upp á við og vex hratt eftir 60 ára aldur.

Tökum sem dæmi mikilvægustu breytuna sem ákvarðar hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19: aldur. Hætta á alvarlegum tilfellum COVID-19 eykst með aldri; hins vegar eykst hún ekki línulega. Fram til 50 ára aldurs er áhættuaukningin fyrir hvert ár sáralítil. Eftir 50 ára aldur fer áhættan upp á við og vex hratt eftir 60 ára aldur. Þannig mætti segja að allir yfir fimmtugt séu í markverðri hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 - sem segir þó ekki alla söguna. Ef við notumst við tölur frá Þjóðskrá 1. janúar 2020 eru 116.898 einstaklingar 50 ára og eldri, en 72.906 einstaklingar 60 ára og eldri á Íslandi.

Annað gott dæmi er krabbamein. Yfir heildina litið er það að vera með krabbamein áhættuþáttur fyrir alvarlegri veikindi vegna COVID-19. Hins vegar er þetta mjög fjölbreyttur hópur og rétt að árétta að ekki eru allir innan hópsins í raun og veru í aukinni áhættu. Krabbamein er stór flokkur mismunandi sjúkdóma þar sem óheftur frumuvöxtur er í raun það eina sem þeir eiga sameiginlegt. Talið er ósennilegt að einstaklingar með fyrri sögu um krabbamein eða á farsælli meðferð við krabbameini séu í sérstakri áhættu. Hins vegar eru aðrir með vaxandi krabbamein, þrátt fyrir meðferð, eða alvarlega fylgikvilla tengda krabbameininu. Líklegast eru það þeir hópar krabbameinssjúklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Í árslok 2018 voru 15.294 lifandi á Íslandi eftir að hafa greinst með krabbamein og á ári hverju greinast 1600-1700 krabbameinstilfelli hér á landi.

Það ætti því að vera ljóst að umræðan er talsvert flóknari en hún sýnist í fyrstu. Aðrir áberandi áhættuhópar skilgreinast af eftirfarandi sjúkdómum/einkennum (reynt er að gefa hugmynd um faraldsfræði og algengi þessara áhættuþátta en þar ber að undirstrika breytileg tímabil rannsóknanna og mismunandi aðferðafræði):
  • Hjarta- og æðasjúkdómar: þetta er í rauninni stór hópur sjúkdóma sem nær meðal annars yfir kransæðasjúkdóm og hjartabilun. Þannig er erfitt að ná nákvæmlega yfir algengi þessara sjúkdóma. Sem betur fer hefur nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma verið á niðurleið síðustu áratugi, þó vissir áhættuþættir séu á uppleið (eins og sykursýki og offita). Árið 2009 greindust um 200 karlmenn/100.000 íbúa með kransæðasjúkdóm en um 70 konur/100.000 íbúa á Íslandi.
  • Sykursýki: líklegast er áhætta tengd sykursýki mismikil eftir gerð hennar - áhætta á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19 virðist frekar tengjast sykursýki af tegund 2 (e. diabetes mellitus, type 2). Því miður hefur algengi sykursýki farið vaxandi á síðustu árum. Algengi á Íslandi árið 2006 var 3,6% en meðal einstaklinga 30 ára og yfir var algengi komið upp í 7,1% árið 2016 (8,9% meðal karla en 5,3% meðal kvenna).
  • Langvinnur nýrnasjúkdómur: langvinnur nýrnasjúkdómur (e. chronic kidney disease eða CKD) er langvinn skerðing á starfsemi nýrna. Alvarlegri form CKD, sem eru enn fremur algengustu form sjúkdómsins, auka líkur á alvarlegum fylgikvillum COVID-19. Nýleg rannsókn Arnars Jónssonar og félaga sýnir aldursstaðlað algengi CKD á Íslandi um 3,27% fyrir karla og 4,01% fyrir konur.
  • Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disorder, COPD): COPD er ein margra afleiðinga reykinga á lungnavef. Algengi COPD á Íslandi var metið í hópi 755 einstaklinga 40 ára og eldri árið 2007 og reyndist 18%, þó með þeim varnagla að mögulegt ofmat væri á algengi meðal elstu einstaklinganna.
  • Offita: endurtekið hefur verið staðfest að offita (líkamsþyngdarstuðull (LÞS) yfir 30) eykur hættu á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19. Algengi offitu meðal Íslendinga var 23,9% árið 2016 meðal einstaklinga 30 ára og yfir og hefur almennt farið hækkandi með tímanum.
  • Reykingar: reykingar auka enn frekar hættu á alvarlegum fylgikvillum COVID-19. Þó mikill árangur hafi náðst í að minnka hlutfall þeirra sem reykja má vænta þess að um 15% miðaldra einstaklinga reyki að staðaldri á Íslandi.
  • Enn er umdeilt hvort háþrýstingur einn og sér auki líkur á alvarlegum sjúkdómi vegna COVID-19. Hins vegar er klárt að háþrýstingur getur leitt til fjölda afleiddra heilsufarsvandamála (til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma). Háþrýstingur er mjög algengur - árið 2010 var algengi háþrýstings á Íslandi um 44% meðal karla og 38% hjá konum.

Af öllu ofangreindu má sjá að fjölda einstaklinga má skilgreina í áhættuhópi fyrir alvarleg veikindi vegna COVID-19. Þetta þýðir þó ekki að allir séu líklegir til að fá alvarlegan sjúkdóm - en sá möguleiki er til staðar í öllu þýðinu, ekki aðeins meðal áhættuhópa. Áfram er mikilvægt að vernda sérstaklega einstaklinga með áhættuþætti í núverandi árferði en það skiptir ekki síður máli að vernda alla, óháð áhættuhópi.

Heimildir:

Mynd:

Sigurður spurði: Með hliðsjón af COVID-19. Hversu margir teljast vera í hópi viðkvæmra á Íslandi?...