Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 411 svör fundust
Hvaða eldgos hefur valdið mestum hamförum?
Ekki er alveg ljóst hvaða merkingu beri að leggja í orðið hamfarir, hvort átt er við hvaða eldgos hefur haft mest áhrif á umhverfi, veðurfar eða landslag, valdið mestu tjóni á mannvirkjum eða kostað flest mannslíf. Þegar fjallað er um áhrifamikil eldgos á jörðinni á sögulegum tíma þá er sjónum gjarnan beint að ma...
Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?
Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...
Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?
Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...
Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?
Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...
Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?
Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...
Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...
Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?
Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...
Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...
Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...
Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?
Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...
Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...
Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?
Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...