Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)?Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Arab, en hluti þess liggur á landamærum ríkjanna. Skipaleiðir á Shatt al-Arab voru mikilvægar fyrir bæði ríkin, gjarnan notaðar til þess að flytja olíu. Írönsk skip hættu þar með að borga toll til Íraks þegar þau sigldu upp fljótið en Mohammad Reza Shah (1919 –1980) Íranskeisara, fannst ósanngjarnt að greiða toll þar sem flest skipin sem sigldu upp Shatt al-Arab voru írönsk. Írakar hótuðu að hindra aðgengi upp fljótið nema skipin sigldu með íraskan fána á lofti. Íranir svöruðu með því að sýna hernaðarmátt sinn með svonefndri Arvand-aðgerð og sigldu kaupskipi sem flaggaði írönskum fána upp fljótið í fylgd fjölda herskipa og þota. Íraski herinn var á þessum tíma mun veikari en sá íranski og sat einfaldlega hjá á meðan þessu stóð.
- Britannica, The Editors of Encyclopaedia (2021, 15. október).Iran-Iraq War. Encyclopedia Britannica. (Sótt 12.1.2022).
- Rajaiee, Farhang. The Iran-Iraq War: The Politics of Aggression. University Press of Florida, 1993.
- Williamson, Murray og Kevin M. Woods. The Iran-Iraq War: A Military and Strategic History. Cambridge University Press, 2014.
- Kort byggt á: Locator map Iran Khuzestan Province.png. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 7.1.2022).
- 1975 Algiers Agreement.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 7.1.2022).
Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF303G Íran: Saga og menning á 20. og 21. öld haustið 2021. Kjartan Orri Þórsson, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika, hafði umsjón með námskeiðinu.