Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?

Sigrún Ólafsdóttir

Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda.

Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágangi ábótavant, en með yfirborðsvatni má vænta mengunar frá mönnum og dýrum sem getur verið sjúkdómsvaldandi. Með réttri staðsetningu vatnsbóls, góðum frágangi og vel skilgreindu verndarsvæði, er komið í veg fyrir þetta.

Til þess að vernda neysluvatnsgæðin, er ákvarðað vatnsverndarsvæði umhverfis vatnsbólið. Vatnsverndarsvæðinu er skipt í þrjá flokka og ræðst stærð og lögun af landfræðilegum aðstæðum.

Svæðið næst vatnsbólinu er kallað brunnsvæði og er það algjörlega friðað. Oft er svæðið girt af og þá í að minnsta kosti 5 metra fjarlægð frá vatnsbólinu. Svæðin utar eru kölluð grannsvæði og fjarsvæði. Á grannsvæði gilda strangar reglur um umgengni. Þar eru nýbyggingar ekki leyfðar og landnotkun undir ströngu eftirliti. Við skilgreiningu fjarsvæðis er litið til þátta eins og misgengis og sprungna þar sem gæta þarf sérstakrar varúðar. Heilbrigðisnefnd tekur ákvarðanir hvað varðar umgengni og byggingar á fjarsvæði.

Verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarneskaupstaðar, Kópavogs, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarðar.

Efni í lögnum og fóðringu á holu geta spillt gæðum vatnsins og skulu því ekki innihalda skaðleg efni sem geta borist í vatnið. Þá skal vera loki á neysluvatnslögnum sem kemur í veg fyrir bakrennsli, það er að utanaðkomandi vatn eigi greiða leið inn á neysluvatnslögnina.

Í dreifikerfinu getur neysluvatnið mengast þegar leiðslur fara að gefa sig. Því er nauðsynlegt að taka reglulega sýni af vatninu sem víðast í dreifikerfinu.

Sjúkdómsvaldandi örverur geta náð að fjölga sér í vatninu nái það að hitna á leið sinni til neytenda. Því mega neysluvatnslagnir ekki liggja þar sem hætta er á að vatnið hitni eins og við heitavatnslögn.

Til þess að tryggja okkur heilnæmt og gott neysluvatn hafa verið sett lög og reglugerðir. Eftirlit með neysluvatni er hjá heilbrigðiseftirliti sveitafélaganna og fylgst er með vatnsbólum og dreifikerfi vatnsveitna.

Reglugerð sú sem unnið er eftir er nr. 536/2001 og var hún sett með hliðsjón af EB tilskipun nr. 98/83. Um markmið reglugerðarinnar segir í grein 2: „Markmið þessarar reglugerðar er að vernda heilsu manna með því að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint.“

Vatn er okkur lífsnauðsynlegt og mikilvægt að tryggja gæði þess.

Vatnsveitur starfa með starfsleyfi heilbrigðisnefndar viðkomandi sveitarfélags. Þegar starfsleyfi er veitt hefur vatnsverndarsvæði umhverfis vatnsbólið verið ákveðið og gengið úr skugga um að frágangur vatnsbólsins og allra mannvirkja uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Þá hefur verið gengið úr skugga um að vatnið sé heilnæmt og hreint, með örveru, efna- og eðlisfræðirannsóknum. Hið sama gildir þegar nýtt vatnsból er tekið í notkun. Með örverurannsóknum er meðal annars verið að leita að svokölluðum bendiörverum en tilvist þeirra getur bent til þess að vatnið sé mengað sjúkdómsvaldandi örverum.

Í vatninu getur verið óæskilegt magn ákveðinna efna frá náttúrunnar hendi, efna sem vatnið hefur leyst upp úr bergi eða jarðvegi. Sem dæmi um þetta má nefna ál en súrt vatn getur leyst upp ál í jarðveginum. Þess má þó geta að neysluvatn á Íslandi er yfirleitt basískt með pH vel yfir 7. Með efna- og eðlisfræðirannsóknum er fylgst með gæðum vatnsins hvað þetta varðar eða hvort hætta stafi af annarri utanaðkomandi efnamengun.

Heilbrigðiseftirlitið hefur síðan reglubundið eftirlit með vatnsveitum og tekur vatnssýni úr vatnsbólum víðs vegar úr dreifikerfinu. Tíðni sýnatökunnar ræðst af íbúafjölda á veitusvæðinu. Sem dæmi má nefna að þar sem íbúar eru á milli 500 og 5000 eru tekin sýni til örverurannsókna fjórum sinnum á ári en til efnagreininga einu sinni á ári.

Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki reglubundið eftirlit með vatnsveitum sem þjóna færri en 50 manns eða 20 heimilum/sumarbústöðum nema þær þjóni matvælafyrirtækjum. En matvælafyrirtæki er, eins og segir í reglugerð nr. 536/2001: „hvert það fyrirtæki og hver sá aðili sem annast framleiðslu og dreifingu matvæla.“

Dæmi um lög og reglugerðir sem meðal annars eiga að stuðla að vernd neysluvatnsins.

Mikilvægast er þó að hafa í huga að með góðri umgengni um landið okkar verndum við neysluvatn komandi kynslóða.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvernig er passað að bakteríur eða aðrir þættir komist ekki í drykkjuvatn Íslendinga?

Höfundur

sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Útgáfudagur

5.12.2012

Spyrjandi

Bjarni Jóhannsson

Tilvísun

Sigrún Ólafsdóttir. „Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62801.

Sigrún Ólafsdóttir. (2012, 5. desember). Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62801

Sigrún Ólafsdóttir. „Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62801>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda.

Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágangi ábótavant, en með yfirborðsvatni má vænta mengunar frá mönnum og dýrum sem getur verið sjúkdómsvaldandi. Með réttri staðsetningu vatnsbóls, góðum frágangi og vel skilgreindu verndarsvæði, er komið í veg fyrir þetta.

Til þess að vernda neysluvatnsgæðin, er ákvarðað vatnsverndarsvæði umhverfis vatnsbólið. Vatnsverndarsvæðinu er skipt í þrjá flokka og ræðst stærð og lögun af landfræðilegum aðstæðum.

Svæðið næst vatnsbólinu er kallað brunnsvæði og er það algjörlega friðað. Oft er svæðið girt af og þá í að minnsta kosti 5 metra fjarlægð frá vatnsbólinu. Svæðin utar eru kölluð grannsvæði og fjarsvæði. Á grannsvæði gilda strangar reglur um umgengni. Þar eru nýbyggingar ekki leyfðar og landnotkun undir ströngu eftirliti. Við skilgreiningu fjarsvæðis er litið til þátta eins og misgengis og sprungna þar sem gæta þarf sérstakrar varúðar. Heilbrigðisnefnd tekur ákvarðanir hvað varðar umgengni og byggingar á fjarsvæði.

Verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarneskaupstaðar, Kópavogs, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarðar.

Efni í lögnum og fóðringu á holu geta spillt gæðum vatnsins og skulu því ekki innihalda skaðleg efni sem geta borist í vatnið. Þá skal vera loki á neysluvatnslögnum sem kemur í veg fyrir bakrennsli, það er að utanaðkomandi vatn eigi greiða leið inn á neysluvatnslögnina.

Í dreifikerfinu getur neysluvatnið mengast þegar leiðslur fara að gefa sig. Því er nauðsynlegt að taka reglulega sýni af vatninu sem víðast í dreifikerfinu.

Sjúkdómsvaldandi örverur geta náð að fjölga sér í vatninu nái það að hitna á leið sinni til neytenda. Því mega neysluvatnslagnir ekki liggja þar sem hætta er á að vatnið hitni eins og við heitavatnslögn.

Til þess að tryggja okkur heilnæmt og gott neysluvatn hafa verið sett lög og reglugerðir. Eftirlit með neysluvatni er hjá heilbrigðiseftirliti sveitafélaganna og fylgst er með vatnsbólum og dreifikerfi vatnsveitna.

Reglugerð sú sem unnið er eftir er nr. 536/2001 og var hún sett með hliðsjón af EB tilskipun nr. 98/83. Um markmið reglugerðarinnar segir í grein 2: „Markmið þessarar reglugerðar er að vernda heilsu manna með því að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint.“

Vatn er okkur lífsnauðsynlegt og mikilvægt að tryggja gæði þess.

Vatnsveitur starfa með starfsleyfi heilbrigðisnefndar viðkomandi sveitarfélags. Þegar starfsleyfi er veitt hefur vatnsverndarsvæði umhverfis vatnsbólið verið ákveðið og gengið úr skugga um að frágangur vatnsbólsins og allra mannvirkja uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Þá hefur verið gengið úr skugga um að vatnið sé heilnæmt og hreint, með örveru, efna- og eðlisfræðirannsóknum. Hið sama gildir þegar nýtt vatnsból er tekið í notkun. Með örverurannsóknum er meðal annars verið að leita að svokölluðum bendiörverum en tilvist þeirra getur bent til þess að vatnið sé mengað sjúkdómsvaldandi örverum.

Í vatninu getur verið óæskilegt magn ákveðinna efna frá náttúrunnar hendi, efna sem vatnið hefur leyst upp úr bergi eða jarðvegi. Sem dæmi um þetta má nefna ál en súrt vatn getur leyst upp ál í jarðveginum. Þess má þó geta að neysluvatn á Íslandi er yfirleitt basískt með pH vel yfir 7. Með efna- og eðlisfræðirannsóknum er fylgst með gæðum vatnsins hvað þetta varðar eða hvort hætta stafi af annarri utanaðkomandi efnamengun.

Heilbrigðiseftirlitið hefur síðan reglubundið eftirlit með vatnsveitum og tekur vatnssýni úr vatnsbólum víðs vegar úr dreifikerfinu. Tíðni sýnatökunnar ræðst af íbúafjölda á veitusvæðinu. Sem dæmi má nefna að þar sem íbúar eru á milli 500 og 5000 eru tekin sýni til örverurannsókna fjórum sinnum á ári en til efnagreininga einu sinni á ári.

Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki reglubundið eftirlit með vatnsveitum sem þjóna færri en 50 manns eða 20 heimilum/sumarbústöðum nema þær þjóni matvælafyrirtækjum. En matvælafyrirtæki er, eins og segir í reglugerð nr. 536/2001: „hvert það fyrirtæki og hver sá aðili sem annast framleiðslu og dreifingu matvæla.“

Dæmi um lög og reglugerðir sem meðal annars eiga að stuðla að vernd neysluvatnsins.

Mikilvægast er þó að hafa í huga að með góðri umgengni um landið okkar verndum við neysluvatn komandi kynslóða.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvernig er passað að bakteríur eða aðrir þættir komist ekki í drykkjuvatn Íslendinga?
...