Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3659 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hvað er múmía?

Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað blikkum við augunum oft á dag?

Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er talað um gulu pressuna?

Gula pressan dregur nafn sitt af skopmyndapersónu sem kölluð var The Yellow Kid og birtist í bandarískum dagblöðum í lok 19. aldar. Árið 1895 teiknaði Richard Felton Outcault teiknimyndaseríu fyrir dagblaðið New York World sem var í eigu Joseph Pulitzer. Serían hét Hogan's Alley og þar mátti sjá fremur ófríðan,...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu mennirnir til?

Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Katla í Lakagígum?

Nei, Katla er ekki í Lakagígum. Katla er megineldstöð í Mýrdalsjökli. Katla er eitt af virkustu eldfjöllum Íslands en talið er að hún hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Árið 1955 kom reyndar hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588, og hvað er hæft í því að Englendingar hafi greitt sjóræningjum fyrir að ræna spænsk silfurskip?Segja má að helsta átakalínan í Evrópu á þessum tíma hafi legið milli Páfastóls og kaþólsku kirkjunnar ann...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?

Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig var Curiosity lent á Mars?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?

Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?

Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...

category-iconHeimspeki

Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?

Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconMálvísindi: almennt

Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?

Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru: Anatólísk mál Armenska Indó-írönsk mál Albanska Gríska Tokkarísk mál ...

Fleiri niðurstöður