Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1430 svör fundust
Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?
Fyrir fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar br...
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?
Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...
Hvaða dýr heyrir best?
Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Þa...
Eru til margar tegundir gimsteina á Íslandi og finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni?
Því miður er svarið við báðum spurningum neitandi – hér á landi finnast hvorki gimsteinar né dýrir málmar. Eiginlegir gimsteinar (eðalsteinar), sem eru svo harðir að þeir rispast ekki við daglega notkun, skera sig með hörkunni frá hversdagslegri skrautsteinum eins og til dæmis kvarsi, jaspis eða hrafntinnu. Deman...
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?
FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2 Langfætlur4 Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10 Ánamaðkarum 10 Sniglarum 50 Fuglar (varpfuglar)um 80 Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...
Hver er minnsti snákurinn?
Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?
Adenóveirur eru allar þær veirur sem tilheyra Adenoviridae-ættinni. Hún var uppgötvuð 1950 og til hennar teljast sex ættkvíslar og 47 tegundir. Adenóveirur eru kúlulaga, óhjúpaðar, um 80 nm (nanómetrar, 1 nm=10-9 m) í þvermál og huldar 252 prótínundireiningum sem hafa reglulega uppröðun á yfirborði. Í kjarna sínum...
Er barrskógur það sama og greniskógur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...
Hafa maurar numið land á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna? Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið b...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?
Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis). Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu mil...