Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?

Þórdís Kristinsdóttir

Adenóveirur eru allar þær veirur sem tilheyra Adenoviridae-ættinni. Hún var uppgötvuð 1950 og til hennar teljast sex ættkvíslar og 47 tegundir. Adenóveirur eru kúlulaga, óhjúpaðar, um 80 nm (nanómetrar, 1 nm=10-9 m) í þvermál og huldar 252 prótínundireiningum sem hafa reglulega uppröðun á yfirborði. Í kjarna sínum hafa þær tvíþátta DNA sem er hulið varnarprótínhjúp.

Nokkrar algengar tegundir adenóveira valda sjúkdómum í mönnum. Þær þroskast í kjarna hýsilfrumu og valda sýkingum í efri öndunarfærum manna, í augum og í eitlum á svæði sýkingarinnar og eru einkenni svipuð og venjulegrar kvefpestar. Vegna þess hversu fáar tegundir veirunnar valda svona sýkingum hefur tekist að mynda bóluefni gegn þeim. Mun erfiðara er að mynda bóluefni gegn þeim veirum sem valda venjulegri kvefpest vegna þess hve gríðarlega margar þær eru.


Rafeindasmásjármynd af tveimur adenóveirum.

Adenóveirur geta einnig valdið blöðrubólgu, maga- og garnabólgu og ákveðinni tegund farsóttar sem er sýking í horn- og sjónhimnu augna (e. keratoconjunctivitis). Smit verður oftast á milli manna með lofti, til dæmis hnerra. Auk þess valda adenóveirur lifrarbólgu í hundum auk ýmissa sjúkdóma í fuglum, músum, kúm, svínum og öpum.

Adenóveirur hafa þó einnig hagnýtt gildi og eru notaðar sem genaferjur í genalækningum. Gen er þá einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA adenóveirunnar sem er síðan látin flytja genið inn í lifandi frumur.

Vandamál við að nota adenóveirur í þessum tilgangi eru að þær innlimast ekki í erfðaefni hýsilfrumunnar heldur eru frjálsar í kjarna hennar. DNA þeirra afritast eins og önnur gen frumunnar en tvöfaldast ekki þegar hún skiptir sér. Þær hverfa því að jafnaði úr frumum á nokkrum vikum svo stöðugt þarf að endurtaka ferlið. Að auki er ekki hægt að flytja mjög stór gen með adenóveirum og þær geta valdið mikilli bólgusvörun. Kostir adenóveirugenaferja eru aftur á móti að auðvelt er að útbúa þær í miklu magni, þær geta flutt gen í frumur sem eru ekki í skiptingu og valda ekki ákveðinni tegund krabbameina sem getur verið áhættuþáttur þegar vissar aðrar tegundir genaferja eru notaðar.

Miklar vonir eru bundnar við genalækningar og notkun genaferja. Aðferðir eru í stöðugri þróun en margar hindranir þarf að enn yfirstíga. Sem dæmi er unnið að því að endurbæta adenóveirugenaferjur svo þær geti flutt stærri gen og valdi minni bólgusvörun.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.8.2011

Spyrjandi

Andrea, f. 1992

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58423.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 17. ágúst). Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58423

Þórdís Kristinsdóttir. „Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Valda adenóveirur sjúkdómum og er líka hægt að nota þær til lækninga?
Adenóveirur eru allar þær veirur sem tilheyra Adenoviridae-ættinni. Hún var uppgötvuð 1950 og til hennar teljast sex ættkvíslar og 47 tegundir. Adenóveirur eru kúlulaga, óhjúpaðar, um 80 nm (nanómetrar, 1 nm=10-9 m) í þvermál og huldar 252 prótínundireiningum sem hafa reglulega uppröðun á yfirborði. Í kjarna sínum hafa þær tvíþátta DNA sem er hulið varnarprótínhjúp.

Nokkrar algengar tegundir adenóveira valda sjúkdómum í mönnum. Þær þroskast í kjarna hýsilfrumu og valda sýkingum í efri öndunarfærum manna, í augum og í eitlum á svæði sýkingarinnar og eru einkenni svipuð og venjulegrar kvefpestar. Vegna þess hversu fáar tegundir veirunnar valda svona sýkingum hefur tekist að mynda bóluefni gegn þeim. Mun erfiðara er að mynda bóluefni gegn þeim veirum sem valda venjulegri kvefpest vegna þess hve gríðarlega margar þær eru.


Rafeindasmásjármynd af tveimur adenóveirum.

Adenóveirur geta einnig valdið blöðrubólgu, maga- og garnabólgu og ákveðinni tegund farsóttar sem er sýking í horn- og sjónhimnu augna (e. keratoconjunctivitis). Smit verður oftast á milli manna með lofti, til dæmis hnerra. Auk þess valda adenóveirur lifrarbólgu í hundum auk ýmissa sjúkdóma í fuglum, músum, kúm, svínum og öpum.

Adenóveirur hafa þó einnig hagnýtt gildi og eru notaðar sem genaferjur í genalækningum. Gen er þá einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA adenóveirunnar sem er síðan látin flytja genið inn í lifandi frumur.

Vandamál við að nota adenóveirur í þessum tilgangi eru að þær innlimast ekki í erfðaefni hýsilfrumunnar heldur eru frjálsar í kjarna hennar. DNA þeirra afritast eins og önnur gen frumunnar en tvöfaldast ekki þegar hún skiptir sér. Þær hverfa því að jafnaði úr frumum á nokkrum vikum svo stöðugt þarf að endurtaka ferlið. Að auki er ekki hægt að flytja mjög stór gen með adenóveirum og þær geta valdið mikilli bólgusvörun. Kostir adenóveirugenaferja eru aftur á móti að auðvelt er að útbúa þær í miklu magni, þær geta flutt gen í frumur sem eru ekki í skiptingu og valda ekki ákveðinni tegund krabbameina sem getur verið áhættuþáttur þegar vissar aðrar tegundir genaferja eru notaðar.

Miklar vonir eru bundnar við genalækningar og notkun genaferja. Aðferðir eru í stöðugri þróun en margar hindranir þarf að enn yfirstíga. Sem dæmi er unnið að því að endurbæta adenóveirugenaferjur svo þær geti flutt stærri gen og valdi minni bólgusvörun.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...