Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 695 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?

Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992). Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukó...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?

Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...

category-iconSálfræði

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?

Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconSálfræði

Hvers eðlis er sálin?

Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?

Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconBókmenntir og listir

Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?

Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?

Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verðum við til?

Hér er einnig svarað öðrum spurningum um sama efni:Hvernig fer frjóvgun fram eftir að sæðið er komið inn í líkama konunnar?Geturðu lýst fyrir mér frjóvgunarferlinu?Hvernig á frjóvgun eggs sér stað í manninum?Hvað getið þið sagt mér um frjóvgun hjá manninum?Er það satt að ég hafi byrjaði sem fræ?Hægt er að miða við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

Fleiri niðurstöður