Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 489 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef lyfjasendingar hættu að berast hversu lengi mundi lyfjaforði landsins endast miðað við eðlilega læknisþjónustu?

Ætla má að lyfjabirgðir í landinu séu til um það bil eins mánaðar, sjaldan meiri og stundum minni. Það er engin bein kvöð á innflytjendum eða framleiðendum lyfja að eiga birgðir til ákveðins tíma. Í lyfjalögum stendur þó að lyfjaheildsölu sé skylt að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyfirvalda, af tilteknu...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Þorláksmessa merkileg og hvaða hefðir tengjast henni?

Þorláksmessa á vetur 23. desember hlaut óhjákvæmilega að tengjast jólahaldi á Íslandi vegna nálægðar sinnar í tíma. Hún er annars dánardagur Þorláks Skálholtsbiskups Þórhallssonar, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn. Hinn 20. júlí árið 1237 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?

Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er kalt stríð?

Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.) Nærtækasta dæmið um kalt...

category-iconHugvísindi

Hver var Sir Isaac Newton?

Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...

category-iconStærðfræði

Hvað er flatarmál?

Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

category-iconHugvísindi

Hvers konar þekking er öruggust?

Eins og fram kemur í svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking? er orðið „þekking“ margrætt og þar að auki er umdeilt meðal þekkingarfræðinga (það er heimspekinga sem fjalla um eðli og uppsprettur þekkingar) hvernig eigi að skilgreina hugtakið og hversu margar gerðir þekkingar eru. Sum...

category-iconHagfræði

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...

category-iconBókmenntir og listir

Hafði eyjan sem Sírenurnar í grísku goðafræðinni bjuggu á eitthvert nafn?

Ekki virðist vera til eitthvað nafn á eyjunni sem Sírenurnar voru sagðar búa á. Þó er minnst á það í frásögnum grísku goðafræðinnar að þær hafi byggt sér hof við Sorrento sem stendur á nesi við Napólí á Ítalíu. Sírenunum er lýst í grísku goðafræðinni sem verum sem eru til helminga konur og til helminga fuglar. ...

category-iconFélagsvísindi

Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?

Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...

category-iconLæknisfræði

Hvað er millirifjagigt?

Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versna við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð einkenni og við festumein geta einnig stafað af sti...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

Fleiri niðurstöður