Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 465 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er popúlismi?

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar er listmálarinn Jóhannes Kjarval grafinn?

Vefsíðan Gardur.is inniheldur upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í íslenskum kirkjugörðum. Samkvæmt síðunni er Jóhannes Kjarval (1885-1972) grafinn í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, nánar tiltekið í reitnum E-8-51. Á kortinu hér fyrir neðan sést staðsetning reitsins E-8, ofarlega til vinstri. ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjór...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?

Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?

Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hringrás blóðsins?

Í grófum dráttum er hringrás blóðs eins og hér er lýst. Hefjum ferðina í hægri gátt hjartans, sem er efra hólf þess í hægri helmingnum. Inn í hægri gáttina kemur blóð frá öllum vefjum líkamans um tvær stórar bláæðar sem heita efri og neðri holæð. Bláæðar eru æðar sem flytja blóð til hjartans. Í holæðunum er blóði...

category-iconStærðfræði

Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?

Líklegt er að Babýlóníumenn hafi fengið sextugakerfi sitt í arf frá Súmerum. Lítið er vitað um Súmera en talið er að menning þeirra sé upprunnin í Mesópótamíu, þar sem nú er suðurhluti Íraks, um 4000 fyrir Krist. Viðtekin kenning gerir ráð fyrir að tveir eldri þjóðflokkar hafi runnið saman og myndað Súmera. Talnak...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er örnefnið Hakið á Þingvöllum upprunnið?

Hakið er hraunstapi syðst í Almannagjá á Þingvöllum, sem myndar eins konar hak milli Hestagjár og Kárastaðastígs. Nafnið er ekki í fornum ritum og ekki vitað hversu gamalt það er (sbr. Björn Th. Björnsson, Þingvellir staðir og leiðir (1984), bls. 64). Almannagjá á Þingvöllum. Upplýsingamiðstöðin og bílastæðið n...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir t...

category-iconFornfræði

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

Fleiri niðurstöður