Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir táknar hlutinn sem við horfum á en hin pílan sem vísar niður á við táknar myndina sem verður til af hlutnum í speglinum.
Ljósgeislinn sem táknaður er með (1) fer gegnum miðpunkt kúlunnar sem spegillinn er hluti af (C) og endurkastast sömu leið til baka. Geisli (2) fer af stað samsíða ás spegilsins og speglast þannig að hann fer gegnum brennipunktinn F eftir speglunina. Geisli (3) fer gegnum brennipunktinn á leið sinni inn að speglinum og fer samsíða ásnum eftir speglun. Geisli (4) hittir spegilinn á ás hans og myndar jafnstór horn við ásinn fyrir og eftir speglun. Allir þessir fjórir geislar koma saman í sama punkti eftir speglunina, og það á einnig við um alla aðra geisla frá oddi pílunnar til vinstri. Geislar frá sérhverjum öðrum punkti á henni koma saman á sama hátt í tilteknum punkti á pílunni til hægri.
Við sjáum ótvírætt af þessu að myndin stendur á höfði miðað við hlutinn eða fyrirmyndina og það er einmitt ástæðan til þess að mynd í íhvolfum holspegli sýnist vera á hvolfi.
- Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?
- Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn?
- Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
- Af hverju er snjórinn hvítur?