Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Geir Þ. Þórarinsson

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningslaga svið (proskenion) og fyrir aftan það stóð kofi (skene, orðrétt: tjald) með dyrum þaðan sem hægt var að komast inn á sviðið. Fyrir innan voru búningsherbergi leikaranna en leikarar gátu einnig staðið á þaki kofans ef atburðarásin krafðist þess.

Kofinn gat táknað höll (til dæmis höll Agamemnons konungs eða Ödípúsar) eða hof. Kofinn var iðullega myndskreyttur til þess að gefa sögusviðið til kynna. Síðar varð til sú venja að kofinn táknaði Aþenuborg. Persónur sem komu frá Píraíos, hafnarborg Aþenu, komu þá inn á sviðið hægra megin frá áhorfendum séð en persónur sem komu úr sveitinni komu inn á sviðið frá vinstri. Þessi hefð er væntanlega tilkomin vegna þess að áhorfendur í Díonýsosarleikhúsinu í hlíðum Akrópólishæðar höfðu Píraíos til hægri en sveitina til vinstri.

Hægt var að sveifla leikurum inn á sviðið líkt og á flugi með sérstökum krana sem var einfaldlega nefndur vélin (mekkane). Þaðan er komið orðasambandið „guðinn úr vélinni“ (lat. deus ex machina) en það er notað um atburðarás þar sem einhver guðanna kemur óvænt inn á sviðið til þess að leysa eitthvert að því er virðist óleysanlegt klúður. Áhorfendasætin (þeatron) risu upp í hálfhring umhverfis sviðið.


Einfölduð yfirlitsmynd sem sýnir helstu hluta hins forna gríska leikhúss.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni:
  • Þorsteinn Gunnarsson, ,,Leikhúsið í Delfí". Grikkland ár og síð. Sigurður A. Magnússon og fleiri (ritstj.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991), bls. 217-239.

Mynd:
  • JGÞ. Upprunalega myndin er fengin héðan.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

27.11.2007

Spyrjandi

Guðrún Helga
Dagný Rós Stefánsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6927.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 27. nóvember). Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6927

Geir Þ. Þórarinsson. „Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6927>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?
Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningslaga svið (proskenion) og fyrir aftan það stóð kofi (skene, orðrétt: tjald) með dyrum þaðan sem hægt var að komast inn á sviðið. Fyrir innan voru búningsherbergi leikaranna en leikarar gátu einnig staðið á þaki kofans ef atburðarásin krafðist þess.

Kofinn gat táknað höll (til dæmis höll Agamemnons konungs eða Ödípúsar) eða hof. Kofinn var iðullega myndskreyttur til þess að gefa sögusviðið til kynna. Síðar varð til sú venja að kofinn táknaði Aþenuborg. Persónur sem komu frá Píraíos, hafnarborg Aþenu, komu þá inn á sviðið hægra megin frá áhorfendum séð en persónur sem komu úr sveitinni komu inn á sviðið frá vinstri. Þessi hefð er væntanlega tilkomin vegna þess að áhorfendur í Díonýsosarleikhúsinu í hlíðum Akrópólishæðar höfðu Píraíos til hægri en sveitina til vinstri.

Hægt var að sveifla leikurum inn á sviðið líkt og á flugi með sérstökum krana sem var einfaldlega nefndur vélin (mekkane). Þaðan er komið orðasambandið „guðinn úr vélinni“ (lat. deus ex machina) en það er notað um atburðarás þar sem einhver guðanna kemur óvænt inn á sviðið til þess að leysa eitthvert að því er virðist óleysanlegt klúður. Áhorfendasætin (þeatron) risu upp í hálfhring umhverfis sviðið.


Einfölduð yfirlitsmynd sem sýnir helstu hluta hins forna gríska leikhúss.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni:
  • Þorsteinn Gunnarsson, ,,Leikhúsið í Delfí". Grikkland ár og síð. Sigurður A. Magnússon og fleiri (ritstj.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991), bls. 217-239.

Mynd:
  • JGÞ. Upprunalega myndin er fengin héðan.
...