Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?

EÖÞ

Líklegt er að Babýlóníumenn hafi fengið sextugakerfi sitt í arf frá Súmerum. Lítið er vitað um Súmera en talið er að menning þeirra sé upprunnin í Mesópótamíu, þar sem nú er suðurhluti Íraks, um 4000 fyrir Krist. Viðtekin kenning gerir ráð fyrir að tveir eldri þjóðflokkar hafi runnið saman og myndað Súmera. Talnakerfi þjóðflokkanna tveggja var ólíkt, einn notaðist við grunntöluna fimm en hinn miðaði við tólf. Til að auðvelda verslun sín á milli þróuðu þjóðflokkarnir sameiginlegt kerfi með grunntöluna sextíu.

Sextugakerfi Babýlóníumanna.

Uppruni talnakerfis með fimm sem grunntölu er næsta augljós, þar hafa fingurnir verið notaðir til talningar. Öllu flóknara er að skilja kerfi sem miðar við töluna tólf. Vísindamennirnir J.J. O'Connor og E.F. Robertson við St. Andrews-háskóla í Skotlandi skýra tilurð kerfisins á eftirfarandi hátt: notaðir eru hlutar fjögurra fingra á annarri hendi. Liðamótin í fingrunum, utan þumalfingurs, skipta hverjum fingri í þrjá hluta. Þannig fást fjórir fingur með þremur hlutum hver eða samtals tólf hlutum.

Súmerarnir hafa ef til vill talið upp að sextíu með því að nota aðferð líka þessari: notaðir eru allir fingur vinstri handar nema þumalfingur. Svo er hver fingur á hægri hendi notaður til að benda á hvern hinna tólf hluta vinstri fingranna eins og fyrr var skýrt. Þannig telur hver fingur hægri handar tólf hluti eða samtals sextíu.

Heimild og mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.8.2002

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Inga Magnúsdóttir

Tilvísun

EÖÞ. „Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2664.

EÖÞ. (2002, 22. ágúst). Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2664

EÖÞ. „Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna?
Líklegt er að Babýlóníumenn hafi fengið sextugakerfi sitt í arf frá Súmerum. Lítið er vitað um Súmera en talið er að menning þeirra sé upprunnin í Mesópótamíu, þar sem nú er suðurhluti Íraks, um 4000 fyrir Krist. Viðtekin kenning gerir ráð fyrir að tveir eldri þjóðflokkar hafi runnið saman og myndað Súmera. Talnakerfi þjóðflokkanna tveggja var ólíkt, einn notaðist við grunntöluna fimm en hinn miðaði við tólf. Til að auðvelda verslun sín á milli þróuðu þjóðflokkarnir sameiginlegt kerfi með grunntöluna sextíu.

Sextugakerfi Babýlóníumanna.

Uppruni talnakerfis með fimm sem grunntölu er næsta augljós, þar hafa fingurnir verið notaðir til talningar. Öllu flóknara er að skilja kerfi sem miðar við töluna tólf. Vísindamennirnir J.J. O'Connor og E.F. Robertson við St. Andrews-háskóla í Skotlandi skýra tilurð kerfisins á eftirfarandi hátt: notaðir eru hlutar fjögurra fingra á annarri hendi. Liðamótin í fingrunum, utan þumalfingurs, skipta hverjum fingri í þrjá hluta. Þannig fást fjórir fingur með þremur hlutum hver eða samtals tólf hlutum.

Súmerarnir hafa ef til vill talið upp að sextíu með því að nota aðferð líka þessari: notaðir eru allir fingur vinstri handar nema þumalfingur. Svo er hver fingur á hægri hendi notaður til að benda á hvern hinna tólf hluta vinstri fingranna eins og fyrr var skýrt. Þannig telur hver fingur hægri handar tólf hluti eða samtals sextíu.

Heimild og mynd:

...