Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 44 svör fundust
Hvað er ExoMars 2016?
ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace ...
Hvaða ólífrænu efni eru í mannslíkamanum?
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum. Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt a...
Hvað er riðuveiki í sauðfé?
Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...
Hvað er næring í æð?
Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...
Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...
Eru mennirnir rándýr?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...
Kúka hvalir?
Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...
Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það mikla magn gosefna og hvað fæðir möttulinn af nýju efni? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er kjarni jarðar heitur? er yfirborð jarðkjarnans mörg hundr...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Af hverju er Grænihryggur grænn á litinn?
Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni: Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum? Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega græna...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...