Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 718 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi? „Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að ...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?

Fimm tegundir mörgæsa verpa á Suðurskautslandinu. Rannsókn sem gerð var árið 2020 á ástandi mörgæsastofna þar leiddi í ljós að samtals töldust varppör þessara fimm tegunda vera 5,77 milljón það árið. Flestar mörgæsir á Suðurskautslandinu tilheyra tegund aðalsmörgæsa (Pygoscelis adeliae, e. Adélie penguin), all...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconHagfræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?

Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconLæknisfræði

Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19?

Lyfið sem hér um ræðir heitir ivermectin og er flókið sýkingarlyf með margþætta gagnsemi. Það var uppgötvað 1975 og er notað um heim allan gegn margvíslegum ormasýkingum en einnig gegn öðrum sníkjudýrum á borð við kláðamaur. Notkunin einskorðast ekki við menn heldur er lyfið einnig gefið öðrum dýrum, til að mynda ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconHagfræði

Af hverju fellur íslenska krónan meira en gjaldmiðlar nágrannalanda á tímum COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú þegar kóvit-19 gengur yfir heimsbyggðina með miklum áhrifum á viðskipti og fjárhag allra ríkja, þá tekst íslensku krónunni að falla meira í verði en gjaldmiðlar í nágrannalöndum okkar. Er til einföld skýring á því hvers vegna íslenska krónan fellur meira hér en í löndum sem eru a...

category-iconVeðurfræði

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?

Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

Fleiri niðurstöður