Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 118 svör fundust
Hvað er jarðhnik?
Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við ...
Hver er villan í "sönnuninni" á 1=2?
Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst a = b sem er jafngilt ...
Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...
Hvað eru skynsamleg rök?
Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...
Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?
Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...
Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?
Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...
Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?
Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...
Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...
Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?
Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar. Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróu...
Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...
Er arfgengt að eignast tvíbura?
Hér er einnig svar við spurningunni:Eru líkurnar á að eignast tvíbura meiri ef það eru margir tvíburar í ætt föðurins eða veltur það eingöngu á ætt móðurinnar? Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja, sem er mun algengara. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu...
Hefur eldur þyngd?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er eldur efnasamband? þá er eldur rafsegulbylgjur á innrauða og sýnilega sviðinu. Þessar rafsegulbylgjur skynjum við sem hita og ljós. Eldurinn sjálfur (það er hitinn og ljósið) telst því ekki til frumeinda, sameinda eða efnasambanda heldur er hann einungis afleiðing efn...