Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1159 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um spóa?
Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt spóann (Numenius phaeopus) í sjón enda áberandi fugl í íslenskum móum á varptíma. Spóinn er mjög háfættur og með langt og íbjúgt nef. Hann er um 40 cm á lengd og með 25 cm vænghaf. Spóinn er af ættkvíslinni Numenius, en orðið þýðir hálfmáni á grísku og vísar til hins íbjúgn...
Hvað er gosórói?
Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...
Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?
Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?
Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...
Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”. Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdal...
Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?
Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...
Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?
Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...
Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?
Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...
Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún?
Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins. Í bensínknúnum vélum er eldsneytisúða blandað saman við loft í þar til gerðum strokkum. Gasblöndunni er því næst þjappað saman með bullum. Þegar hámarksþjöppun er náð er kveik...
Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Var Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast? Stutt svar við þessu er að jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatnajökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og lægri fyrstu sex til átta aldir...
Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...
Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?
Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...