Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 72 svör fundust
Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?
Líkt og aðrir kettir eru tígrisdýr afar spretthörð en ekki sérlega úthaldsgóð og geta því aðeins haldið hámarkshraða í fáar sekúndur. Rannsóknir benda til þess að tígrisdýr nái allt að 56 km hraða á klukkustund. Þegar þau hlaupa stökkva þau jafnframt og geta þessi stökk orðið allt að þriggja metra löng. Veg...
Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?
Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panther...
Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?
Fjölmargar spendýrategundir hafa veiðihár, til dæmis velflestar tegundir af ættinni Carnivora (rándýr) eins og selir, hundar, kattardýr svo og öll smærri rándýr eins og þvottabirnir, minkar og víslur. Spendýr af ættinni Rodentia (nagdýr) eru einnig með veiðihár. Segja má að veiðihár spendýranna gegni nokkurn ve...
Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...
Hvernig fjölga ljón sér?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...
Hvað getið þið sagt mér um fjallaljón?
Fjallaljón (Puma concolor), sem einnig kallast púma, er kattardýr af undirættinni Felinae (smákettir) og er eina tegundin innan Puma-ættkvíslarinnar. Þó fjallaljón teljist til smákatta eru þau tiltölulega stór, karldýrin eru á bilinu 36 til 120 kg að þyngd og kvendýrin 29 til 64 kg. Litur þeirra er nokkuð breytile...
Í hvaða landi urðu kettirnir til?
Heimiliskötturinn nefnist á fræðimáli Felis silvestris catus en til sömu tegundar teljast einnig evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris) og afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Þessar þrjár deilitegundir geta allar átt saman frjó afkvæmi. Afríski villikötturinn er talinn vera forfaðir...
Af hverju er tungan í köttum hrjúf?
Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni. Tung...
Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...
Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?
Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...
Eru rándýr talin óæt?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera nei. Rándýr eru ekki talin óæt og í raun finnst mörgum kjöt rándýra hreinasta lostæti. Rándýr eru afar fjölbreytilegur hópur og má þar meðal annars nefna hvali, seli, birni, ketti og hunda, auk fjölda annarra dýra. Rándýr eru nýtt til átu um allan heim. Hér á landi...
Getið þið sagt mér allt um gaupur?
Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...
Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti dýra heldur hefur útlit þeirra og atferli mótast í aldanna rás eða í svokallaðri þróun. Fyrir dýr hefur það marga kosti í för með sér að geta leynst og vera eins á litinn og umhverfi sitt þegar að þau eru að veiða sér til matar eða reyna að komast hjá því að vera étin. ...
Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?
Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónu...
Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...