Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 457 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað?

Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að úrræðum fyrir börn með sérþarfir ásamt þjálfun skólastarfsfólks og foreldra í beitingu þeirra. Rannsóknirnar hafa sérstaklega falið í sér þróun og mat á áhrifum aðferða til að stuðla að fra...

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?

Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?

Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?

Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?

Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...

category-iconSálfræði

Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?

Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kynlíf? - Myndband

Hugtakið kynlíf (e. sexuality) hefur mjög víðtæka merkingu. Íslenska orðið er samsett úr tveimur orðum, kyn og líf, og er ljóst af því að það höfðar til þess hvaða lífi við lifum sem kynverur. Í því felst hvaða augum við lítum á okkur sjálf sem kona eða karl, afstöðu okkar til kynlífsmála, hvernig við hegðum okkur...

category-iconSálfræði

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

category-iconLögfræði

Hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?

Uppreist æru felur í stuttu máli í sér að fá að njóta aftur réttinda sem glatast við það að fá fangelsisdóm. Sem dæmi má nefna kjörgengi til Alþingis eins og fram kemur í 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis. Þar segir:Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hef...

Fleiri niðurstöður