Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar afhroð er hægt að gjalda?

Orðið afhroð merkir 'tjón, skaði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur það ummyndað úr afráð 'gjald, tjón’ vegna hugsanlegra tengsla við sögnina að hrjóða í merkingunni 'ryðja (burt), tæma’ og í fornu máli 'varpa burt, reka burt, ræna’ (Íslensk orðsifjabók 1989:4). Orðasambandið að gjalda afhroð 'verða fyrir miklu t...

category-iconFélagsvísindi

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Athugasemd Ritstjórnar: Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld. Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er víkjandi lán?

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...

category-iconHagfræði

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?

Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða not hafa skeldýr af því að framleiða perlur? Hafa þær einhvern annan tilgang en að sjá mannfólkinu fyrir skartgripum?

Skeldýr hafa í raun engin not fyrir perlurnar sem myndast þegar aðskotahlutur eins og sandkorn eða sníkjudýr festist innan í samloku lindýrsins, nánar tiltekið í möttlinum. Þegar það gerist seyta frumur í ysta lagi möttulsins efni utan um aðskotahlutinn og hjúpa hann. Efnið samanstendur aðallega af aragoníti (...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...

category-iconHagfræði

Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?

Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...

category-iconFélagsvísindi

Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?

Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

category-iconFélagsvísindi

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jaðarskattar?

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...

category-iconHagfræði

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?

Í gjaldskrá STEF er tekið fram hver gjöld fyrir flutning tónlistar á árinu 2009 séu. Í A-lið gjaldskrárinnar kemur fram að af aðgangseyri að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skuli greiða 4% en þó aldrei yfir ákveðinni fjárhæð sem fer eftir fjölda gesta. Sjá n...

category-iconLögfræði

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

Fleiri niðurstöður