Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 373 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?

Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsnið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?

Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?

Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar eitthvað „skíðlogar“? Hvað þýðir þetta skíð?

Hvorugkynsorðið skíði, í eldra máli skíð, merkir ‛klofinn viður, viðarflettingur, viðarbútur’. Þegar eldur er kveiktur er meðal annars notast við skíði og þegar eldurinn logar glatt er talað um að það skíðlogi, það er logar vel í skíðunum. Það skíðlogar þegar vel logar í skíðunum.. Hvorugkynsorðið skíð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?

Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...

category-iconLæknisfræði

Er sýking í nýrum hættuleg?

Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...

category-iconLandafræði

Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?

Spurningin öll hljóðaði svona: Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið "ort" komið?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út? Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?

Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið Róm var ekki byggð á einum degi?

Orðasambandið Róm var ekki byggð á einum degi í merkingunni 'mikil verk taka langan tíma' er vel þekkt í Evrópumálum og eru elstu heimildir raktar til frönsku seint á 12. öld. Það hefur hugsanlega borist hingað um dönsku, Rom blev ikke bygget på én dag, en ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið er í íslensku. Þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða galli var á gjöf Njarðar?

Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða kút hrekk ég?

Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?

Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?

Orðið tossi í merkingunni ‘tornæm manneskja; flón’ þekkist í málinu frá upphafi 19. aldar. Það er fengið að láni úr dönsku tosse í sömu merkingu. Í nýnorsku er einnig til myndin tosse, tusse í merkingunni ‘heimsk kona’. Tosse í dönsku er orðið til úr eldra tusse sem aftur á rætur að rekja til myndarinnar turse...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eldir af degi?

Sögnin að elda er til í tvenns konar beygingu veikra sagna. Hún beygist annars vegar eftir öðrum flokki veikra sagna og þá í þátíð eldi/elti. Merkingin er ‛fá til að loga, tendra’. Hún er notuð ópersónulega í sambandinu það eldir … ‛það birtir, dagar’ til dæmis það eldir af degi. Í eldra máli var notað...

Fleiri niðurstöður