Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust fyrir miðja 19. öld. Um hrökkva í kút og skreppa í kút eru elstu dæmin frá því snemma á 20. öld.
Kútur er lítil tunna og kuðungurinn er kúpt skel snigils eða sjávardýra og líkingin er sennilega sótt til þess að menn hnipra sig ósjálfrátt saman þegar þeim verður bilt við, mynda smákryppu á bakið sem minnir á kuðung eða kút. Vel er þekkt að liggja í kuðung þegar einhver liggur samanhnipraður og er líkingin sótt til þess sama.
Mynd: