Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 296 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Í hvaða mat má finna mjölva?

Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran. Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.Á vef Lýð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?

Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...

category-iconMannfræði

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

category-iconNæringarfræði

Getur verið hollt að borða myglaðan mat?

Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu no...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...

category-iconNæringarfræði

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að matreiða og borða kaktus?

Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?

Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconNæringarfræði

Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er mjólkurneysla tannskemmandi?

Mjólk er af flestum ekki talin valda tannátu, jafnvel í mörgum tilvikum talin draga úr henni. Aftur á móti er alþekkt að ungbörn sem sofa með pela, fá tannskemmdir framan á framtennur efrigóms. Mjög fáar bitastæðar rannsóknir eru til þar sem áhrif mjólkurdrykkju á tannátu í fólki eru könnuð, enda er erfitt eða ...

category-iconLæknisfræði

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?

Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki. Heimiliskettir hafa greinst með FSE. Alls hefur 81 heimilisköttu...

category-iconFélagsvísindi

Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga?

Þetta er góð spurning enda hafa margir velt þessu fyrir sér. Skýringin á því að þetta kemur að engu gagni felst í því að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir, það er til dæmis hvorki hægt að borða þá né nota þá sem skjólfatnað. Þeir þykja engu að síður verðmætir vegna þess að það er hægt að kaupa nytsama hlut...

category-iconNæringarfræði

Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?

Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar. Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er...

Fleiri niðurstöður