Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5803 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?

Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?

Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er ársmeðaltal dagsbirtu á jörðinni alls staðar það sama?

Svarið við þessari spurningu er að finna á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands, í pistlinum Hlutfall birtu og myrkurs á jörðinni eftir Þorstein Sæmundsson. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi? Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð f...

category-iconEfnafræði

Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?

Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...

category-iconHugvísindi

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?

Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað hægt að segja um það hvert óalgengasta mannsnafnið á Íslandi sé?

Ekki er nokkur leið að segja til um hvaða nafn er óalgengast hérlendis né annars staðar. Í febrúar 2018, kom út á vegum Hagstofu Íslands bæklingurinn Hagtíðindi sem hafði yfirskriftina Mannanöfn og nafngiftir á Íslandi. Þar kemur fram að um 80% nafngifta byggjast á rúmlega 200 nöfnum. 20% nota þá önnur nöfn og í a...

category-iconFélagsvísindi

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?

Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...

category-iconVísindi almennt

Eru geimverur til?

Þessu má svara á tvo vegu. 1) Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr, þar á meðal menn, eru lífverur. Þannig má segja að allar lífverur á jörðinni séu geimverur. Ýjað hefur verið að þessu viðhorfi í spurningum á Vísindavefnum. 2) Jarðarbúar hafa ekki fundið sannanir fyrir verum á öðrum plánetum, né hafa menn u...

Fleiri niðurstöður