Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars staðar er allt slíkt litið hornauga eða jafnvel bannað. Sums staðar er það talin regla að karl og kona sem hittast á förnum vegi hefji ástarsamband en annars staðar eru strangar reglur sem banna slíkt.

Losti, ástleitni og allt sem lýtur að kynlífi er oft tengt alls konar boðum og bönnum, jafnvel bannhelgi (tabu), en hvað það er sem bannað er eða leyft er ákaflega mismunandi. Sums staðar er giftum konum bannað að sýna andlit sitt öðrum en eiginmanni sínum og nánustu ættingjum, en meðal sumra þjóðflokka er karlmönnum gert að hylja andlit sitt fyrir ókunnugum. Dæmi eru um að konur gangi allsnaktar en verði að hafa tiltekið húðflúr í andliti eða annars staðar á líkamanum, - án þess voga þær ekki að láta sjá sig. Meðal sumra þjóðflokka ganga karlmenn að mestu klæðlausir en hafa getnaðarliminn í slíðri úr horni, sem óneitanlega vekur mikla athygli á þessu mjög svo merkilega líffæri. Þannig mætti lengi telja.

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.12.2000

Spyrjandi

Guðmundur Geir Sigurðsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1215.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2000, 4. desember). Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1215

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1215>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars staðar er allt slíkt litið hornauga eða jafnvel bannað. Sums staðar er það talin regla að karl og kona sem hittast á förnum vegi hefji ástarsamband en annars staðar eru strangar reglur sem banna slíkt.

Losti, ástleitni og allt sem lýtur að kynlífi er oft tengt alls konar boðum og bönnum, jafnvel bannhelgi (tabu), en hvað það er sem bannað er eða leyft er ákaflega mismunandi. Sums staðar er giftum konum bannað að sýna andlit sitt öðrum en eiginmanni sínum og nánustu ættingjum, en meðal sumra þjóðflokka er karlmönnum gert að hylja andlit sitt fyrir ókunnugum. Dæmi eru um að konur gangi allsnaktar en verði að hafa tiltekið húðflúr í andliti eða annars staðar á líkamanum, - án þess voga þær ekki að láta sjá sig. Meðal sumra þjóðflokka ganga karlmenn að mestu klæðlausir en hafa getnaðarliminn í slíðri úr horni, sem óneitanlega vekur mikla athygli á þessu mjög svo merkilega líffæri. Þannig mætti lengi telja.

...