Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 75 svör fundust
Hvar er hægt að finna hákarla?
Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...
Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?
Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meir...
Hvað er kynímynd?
Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...
Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...
Hvað getið þið sagt mér um PCB?
PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Af hverju tala dýrin ekki?
Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...
Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?
Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?
Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki...
Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?
Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...
Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?
Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...
Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?
Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...
Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?
Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna ...