Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki til þess að það hugtak hafi verið íslenskað. Wallaroo eru þá tegundir sem eru á milli kengúra og vallabía að stærð. Í þessu svari er miðað við þrengri skilning hugtaksins og svarið tekur því aðeins til stærstu tegundanna.

Fjórar tegundir eru til af eiginlegum kengúrum. Tvær þeirra eru grákengúrur, annars vegar Macropus fuliginosus sem á ensku er kennd við vesturhluta landsins (e. western grey kangaroo) og finnst í sunnan- og vestanverðri Ástralíu og hins vegar Macropus giganteus (e. eastern grey kangaroo) sem á heimkynni sín í austurhluta landsins og á Tasmaníu. Þá er það rauðkengúran (Osphranter rufus eða Macropus rufus), sem hefur mesta útbreiðslu allra kengúra og finnst mjög víða í Ástralíu og að lokum antilópukengúran (Osphranter antilopinus eða Macropus antilopinus) sem finnst aðeins nyrst í landinu.

Rauðkengúran (Osphranter rufus er stærsta pokadýr jarðar. Hún er jafnframt sú kengúrutegund sem hefur mesta útbreiðslu í Ástralíu þó stofn austur-grákengúrunnar telji fleiri einstaklinga.

Engin þessara tegunda telst í útrýmingarhættu og hafa yfirvöld í mörgum fylkjum gefið út veiðikvóta til þess að halda stofnunum í skefjum. Þá eru einnig nokkur fylki sem leyfa kengúruveiði í atvinnuskyni og hafa leyfi til útflutnings á afurðum, kjöti og skinnum. Þau fjögur fylki þar sem mest er veitt af kengúrum eru Nýja Suður-Wales, Queensland, Suður-Ástralía og Vestur-Ástralía. Í stofnstærðarmati frá 2018 í þessum fjórum fylkjum var stofn rauðkengúrunnar talinn vera rúmir 12 milljón einstaklinga, vestur-grákengúrunnar um 4,5 milljónir og stofn austur-grákengúrunnar var metinn rúm 21 milljón einstaklingar. Ekki eru tölur um stofnstærð antílópukengúrunnar enda er það ekki ein þeirra tegunda sem má veiða í hagnaðarskyni og flytja út afurðirnar.

Af þessu má ráða að stofnar eiginlegra kengúra í Ástralíu séu í góðu ásigkomulagi og hverfandi hætta á því að þessar tegundir verði aldauða á komandi áratugum nema ófyrirsjáanlegar og veigamiklar breytingar verði á búsvæðum þeirra.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.9.2020

Spyrjandi

Auður Pálsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 7. september 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79603.

Jón Már Halldórsson. (2020, 7. september). Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79603

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?
Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki til þess að það hugtak hafi verið íslenskað. Wallaroo eru þá tegundir sem eru á milli kengúra og vallabía að stærð. Í þessu svari er miðað við þrengri skilning hugtaksins og svarið tekur því aðeins til stærstu tegundanna.

Fjórar tegundir eru til af eiginlegum kengúrum. Tvær þeirra eru grákengúrur, annars vegar Macropus fuliginosus sem á ensku er kennd við vesturhluta landsins (e. western grey kangaroo) og finnst í sunnan- og vestanverðri Ástralíu og hins vegar Macropus giganteus (e. eastern grey kangaroo) sem á heimkynni sín í austurhluta landsins og á Tasmaníu. Þá er það rauðkengúran (Osphranter rufus eða Macropus rufus), sem hefur mesta útbreiðslu allra kengúra og finnst mjög víða í Ástralíu og að lokum antilópukengúran (Osphranter antilopinus eða Macropus antilopinus) sem finnst aðeins nyrst í landinu.

Rauðkengúran (Osphranter rufus er stærsta pokadýr jarðar. Hún er jafnframt sú kengúrutegund sem hefur mesta útbreiðslu í Ástralíu þó stofn austur-grákengúrunnar telji fleiri einstaklinga.

Engin þessara tegunda telst í útrýmingarhættu og hafa yfirvöld í mörgum fylkjum gefið út veiðikvóta til þess að halda stofnunum í skefjum. Þá eru einnig nokkur fylki sem leyfa kengúruveiði í atvinnuskyni og hafa leyfi til útflutnings á afurðum, kjöti og skinnum. Þau fjögur fylki þar sem mest er veitt af kengúrum eru Nýja Suður-Wales, Queensland, Suður-Ástralía og Vestur-Ástralía. Í stofnstærðarmati frá 2018 í þessum fjórum fylkjum var stofn rauðkengúrunnar talinn vera rúmir 12 milljón einstaklinga, vestur-grákengúrunnar um 4,5 milljónir og stofn austur-grákengúrunnar var metinn rúm 21 milljón einstaklingar. Ekki eru tölur um stofnstærð antílópukengúrunnar enda er það ekki ein þeirra tegunda sem má veiða í hagnaðarskyni og flytja út afurðirnar.

Af þessu má ráða að stofnar eiginlegra kengúra í Ástralíu séu í góðu ásigkomulagi og hverfandi hætta á því að þessar tegundir verði aldauða á komandi áratugum nema ófyrirsjáanlegar og veigamiklar breytingar verði á búsvæðum þeirra.

Heimildir og mynd:...