Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 280 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?

Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir www?

Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur. Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yf...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?

Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?

Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?

Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?

Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðru...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?

Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?

Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er meðalhófsregla?

Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...

category-iconLögfræði

Hvað eru meginreglur laga?

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

Fleiri niðurstöður