Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.

Í 195. grein sömu laga segir hins vegar að hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 6 árum.

Munurinn á greinunum tveimur er því sá að nauðungin sem um getur í 195. grein er vægari en sú sem fjallað er um í 194. grein. Grein 195 á við það, að brotaþola, sem oftast er kona, sé hótað því að hann verði beittur frelsissviptingu eða ofbeldi eða sakburði um vansæmandi eða refsiverða háttsemi.

Heimild

Safn greinargerða við almenn hegningarlög, útgefið af Úlfljóti 1989.



Mynd: Web Gallery of Art, "Dætrum Levkipposar nauðgað" eftir Pieter Pauwel Rubens, frá því um 1618.

Höfundur

Útgáfudagur

28.12.2001

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2024.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 28. desember). Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2024

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2024>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?
Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.

Í 195. grein sömu laga segir hins vegar að hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 6 árum.

Munurinn á greinunum tveimur er því sá að nauðungin sem um getur í 195. grein er vægari en sú sem fjallað er um í 194. grein. Grein 195 á við það, að brotaþola, sem oftast er kona, sé hótað því að hann verði beittur frelsissviptingu eða ofbeldi eða sakburði um vansæmandi eða refsiverða háttsemi.

Heimild

Safn greinargerða við almenn hegningarlög, útgefið af Úlfljóti 1989.



Mynd: Web Gallery of Art, "Dætrum Levkipposar nauðgað" eftir Pieter Pauwel Rubens, frá því um 1618....