Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 830 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?

Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sýna hitamælar í bílum rétt hitastig?

Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja: „Ég fékk þetta í láni“ / „ég fékk þetta að láni“ / „ég fékk þetta lánað“?

Vaninn er að nota orðasambandið að fá eitthvað að láni, t.d. „Ég fékk bókina að láni í bókasafninu“ en ekki í láni. Aftur á móti er sagt: „Bókin er í láni“ eða „Ég er með bókina í láni frá bókasafninu.“ Í seðlasafni Orðabókar Háskólans (www.lexis.hi.is) eru fá dæmi um að fá eitthvað lánað en það er algengt í máli ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast eldrauð krítarsteinsjarðlög?

Eldrauður litur í jarðlögum er oftast til marks um að hematít (blóðsteinn, Fe2O3) sé í berginu. Járn sem er í tvígildum ham (Fe2+) er mjög leysanlegt í vatni og getur borist langar leiðir, en þegar það oxast í þrígildan ham (Fe3+), eins og er í hematíti, fellur það út þegar í stað. Hematít er algengt "bindiefni" í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur maður sagt 'klukkan er (orðin) margt?' Hvert er þá andheitið?

Vissulega heyrist oft sagt: „klukkan er orðin margt“. Þessi notkun virðist þó ekki gömul í málinu. Hugsanlega er hér um að ræða áhrif úr dönsku, þar sem sagt er: „klokken er mange.“ Í ritmáli er algengara að skrifa: „það er orðið framorðið“ eða „það er orðið áliðið.“ Á sama hátt er algengt að heyra sagt eitthvað á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?

Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?

Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert berst gosaska?

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að segja "ég komst við" þegar átt er við að verða klökkur?

Svarið er einfalt: Já, það er hægt að segja þetta, það er gott mál og þokkalega algengt. Einfaldast og fljótlegast er að afla sér upplýsinga um málfarsatriði af þessum toga með því að fletta upp í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar sem kom upphaflega út árið 1963 hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hún hefur komið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru strombólsk eldgos?

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?

Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...

Fleiri niðurstöður