Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?
Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...
Hvað er óreiða í stærðfræði?
Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...
Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?
Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Í ...
Hvað eru margar fastastjörnur í Vetrarbrautinni okkar, og hversu margar eru tvístirni?
Í Vetrarbrautinni okkar eru einhvers staðar á bilinu 100 til 400 milljarðar stjarna eins og lesa má nánar um í svari við spurningunni: Hvað eru margar stjörnur í geimnum? Talið er að helmingur þeirra eða jafnvel allt að 80% séu tvístirni eða fleirstirni. Flestar stjörnur sem við sjáum með berum augum eð...
Verða allar nifteindastjörnur að tifstjörnum eða eru einhver skilyrði?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Hvernig myndast nifteindastjörnur? Það er viðtekin hugmynd að svonefndar tifstjörnur (e. pulsar) séu í raun nifteindastjörnur sem snúast líkt og þeytivindur. Nif...
Hvert var framlag Gauss til annarra vísindagreina en stærðfræði?
Áður hefur verið fjallað um Gauss á Vísindavefnum í svari Reynis Axelssonar við spurningunni Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar? Hér verður bætt við þá umfjöllun og rætt um framlag hans til annarra vísindagreina. Stjörnuathugunarstöðin í Göttingen. Árið 1807 fluttist...
Hvar er jörðin?
Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...
Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?
Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í s...
Hvernig verkar Drake-jafnan?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...
Eru ekki 100.000.000.000 stjörnukerfi í okkar vetrarbraut?
Eins og Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson segja frá í svari sínu við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? er talið að fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni sé 100-400 milljarðar. Hins vegar er ekki þar með sagt að stjörnukerfi, eða sólkerfi, í Vetrarbrautinni séu svona mörg. Eins og Þorsteinn V...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Er sólin kyrr? Ef svo er, hvað heldur henni þá fastri?
Þetta eru góðar spurningar og umhugsunarverðar. Stutta svarið við fyrri spurningunni er bæði já og nei; sólin er bæði kyrr og ekki kyrr eftir því við hvað er miðað. Öll hreyfing er afstæð, hún miðast við eitthvað, og þegar við segjum að einhver hlutur sé kyrr miðum við líka við eitthvað annað, utan hlutarins. K...
Hvað getið þið sagt okkur um risasjónaukana í Atacama-eyðimörkinni í Síle?
Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta...
Hvernig varð alheimurinn til?
Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...