Við getum líka sagt þetta þannig að öll hreyfing allra hluta innan sólkerfisins er eins og sólin sé kyrr. Þegar sólmiðjukenningin kom fram þekktu menn enga hreyfingu utan þess og höfðu því enga ástæðu til að ætla annað en að sólin væri einmitt kyrr í miðjunni. En svo fóru menn að sjá hreyfingu utan sólkerfisins þegar betri sjónaukar og önnur tæki komu til sögunnar. Þá komust menn að því að sólkerfið sem heild, með sólinni og öllu saman, er á hreyfingu miðað við aðrar sólstjörnur og nú á dögum vitum við að sólin er á hreyfingu miðað við miðju Vetrarbrautarinnar eins og lýst er á myndinni hér á undan. Þetta breytir samt ekki því sem áður var sagt um hreyfingar innan sólkerfisins og þess vegna tökum við ennþá sólmiðjukenninguna gilda, að vísu ekki í þeirri merkingu að sólin sé miðja alls alheimsins heldur eingöngu að hún sé miðja sólkerfisins. Upphafleg spurning er frá kennara og var í meginatriðum á þessa leið:
Hvernig get ég útskýrt í einföldu máli hvernig sólin helst kyrr á sínum stað, það er hvaða kraftur heldur henni? Ég hef útskýrt að reikistjörnurnar haldist á sporbraut sinni vegna þyngdarafls sólar, en hvað er það sem heldur sólinni fastri, er það samspil í vetrarbrautinni? Ég fékk nefnilega spurningu sem hljóðaði svona „af hverju dettur sólin ekki bara eitthvað út í geiminn“ krakkarnir voru að spá í endimörk alheimsins.Frekara lesefni og skýringarmyndir:
- Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? eftir Sævar Helga Bragason
- Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst? eftir Arnþór Elíasson og Helga Kristjánsson
- Getur Plútó rekist á Neptúnus? eftir ÞV
- Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar? eftir Sævar Helga Bragason og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað er vetrarbrautin okkar stór? eftir Sævar Helga Bragason
- Does the Sun move around the Milky Way?