Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 191 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er mp3?

the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss. Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?. MP3 var ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?

Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?

Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum. Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Á...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?

Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum? kemur fram að virkni harðra diska byggist á járnseglandi efni. Slík efni hafa þann eiginleika að yfirborð þeirra getur seglast á mismunandi hátt ef það er sett í segulsvið eins og það sem skrif- og leshausar harðra d...

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er Óðinn eineygður?

Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?

Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis: pabbi minnmamma mínheimilið mitt sokkurinn minn Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mam...

category-iconHugvísindi

Halda vottar Jehóva upp á jól?

Nei vottar Jehóva halda ekki jól. Ástæðan er sú að þeir líta svo á að jólin séu upprunalega heiðin hátíð og að siðir sem tengjast jólunum komi þess vegna frá fornum falstrúarbrögðum. Vottar Jehóva benda meðal annars á að Jesús hafi ekki fæðst 25. desember auk þess sem kristnum mönnum hafi ekki verið fyrirskipað að...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?

PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?

Í heimildaskrá þurfa allar helstu upplýsingar um heimildir að koma fram, svo sem höfundur verks, nafn þess, útgáfustaður og útgáfuár. Sé vitnað í tímaritsgrein þarf einnig að koma fram úr hvaða tímariti greinin er og hvar greinina er að finna í því (árgangur, tölublað ef við á og blaðsíðutal). Heimildum er raðað í...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...

Fleiri niðurstöður