Það sama gildir um páska og afmælisdaga. Vottar Jehóva halda ekki páska þar sem siðvenjur sem þeim tengjast eiga sér rætur í heiðni og að sama skapi halda þeir ekki upp á afmæli fólks þar sem sá siður að fagna fæðingardögum er kominn frá fornum trúarbrögðum sem áttu ekkert skylt við kristni. Á Vísindavefnum er að finna ýmsan fróðleik um jólin, til dæmis í svörum við spurningunum:
- Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið? eftir Sigurð Ægisson
- Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesú hafi fæðst í júlí? eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson
- Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum? eftir Árna Björnsson
- Opinbert vefsetur Votta Jehóva. Skoðað 17. 12. 2009.
- Answers.com. Skoðað 17. 12. 2009.
- JW Info Line. Skoðað 17. 12. 2009.
- Wikipedia.org. Sótt 23.12.2009.
Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju halda Vottar Jehóvar ekki uppá afmæli þó afmæli tengist ekki jólunum eða trú?