Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mp3?

Daði Ingólfsson

the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss.

Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?.

MP3 var upphaflega þróað af MPEG-hópnum, sem sérhæfir sig í ISO/IEC-stöðlum fyrir þjöppun og afþjöppun, og kótaða framsetningu á hreyfimyndum, hljóði og samsetningu þess. MP3-staðallinn var síðan endurbættur af Fraunhofer-stofnuninni.

Það sem hefur gert staðalinn vinsælan er að með honum er hægt að þjappa hljóði þannig að það taki allt að 12 sinnum minna stafrænt geymslupláss en ella, án þess að mannseyrað greini markverðan mun! Þjöppunin felst einfaldlega í því að eyða út hljóði á upprunalegu upptökunni af því tíðnisviði sem mannseyrað greinir ekki. Þegar MP3-skrár eru búnar til úr venjulegum hljóðskrám (til dæmis WAV eða AIFF-skrám) getur notandinn yfirleitt valið hversu mikið hann vill þjappa hljóðinu: Því meiri sem þjöppunin er þeim mun verri verða hljóðgæðin. Hægt er að spila MP3-skrár í flestum tónlistarforritum og jafnvel á sumum venjulegum geisla- og DVD-spilurum. Stór markaður er nú fyrir MP3-spilurum sem eru litlir tónlistarspilarar sem hægt er að hlaða MP3 lögum inn á. Tilvist MP3-spilarans er góð fyrir þá sem ræna tónlist í gegnum netið því að þeir þurfa nú aðeins að hlaða lögunum inn á spilarann, ekki skrifa þá á geisladisk og nota ferðageislaspilara. Án vafa er iPod frá Apple vinsælasti MP3-spilari allra tíma en í honum er nú einnig hægt að skoða ljósmyndir og horfa á kvikmyndir.



iPod er vinsælasti MP3-spilari í heimi

Mikið hefur verið rætt og ritað um ágæti MP3-staðalsins. Flestir virðast sammála um gæði hans en ólögleg dreifing tónlistar á MP3-formi hefur sett mark sitt á umræðu um hann. Staðallinn er stórum hagsmunaaðilum tónlistariðnaðarins mikill þyrnir í augum þar sem hann auðveldar dreifingu tónlistar um netið. Samkvæmt lögum um höfundarétt er í sjálfu sér ekki ólöglegt að þjappa tónlist af eigin geisladiski með hjálp MP3-staðalsins, afrita hana fyrir fjölskylduna og jafnvel hlaða inn á ferðaspilara. Að öðru leyti er ólöglegt að dreifa henni. Á þessu hefur verið misbrestur þar sem Internetið býður upp á einfalda dreifingu efnis af þessu tagi.

Dreifing MP3-tónlistarskráa á Internetinu á sér stutta, en þyrnum stráða sögu. Tónlistarframleiðendur og hagsmunasamtök tónlistarmanna hafa reynt að hafa stjórn á dreifingu tónlistar á Internetinu með misjöfnum árangri þar sem netforritarar hafa alltaf fundið glufur á höfundaréttarlögum. Það er auðvelt að stöðva ólöglega dreifingu tónlistar á heimasíðum þar sem auðvelt er fyrir hagsmunaaðila að finna þessar heimasíður og kæra þá sem sjá um þær.

Skráardeiliforritið Napster komst fram hjá þessu vandamáli og varð gríðarlega vinsælt til að deila MP3-tónlistarskrám á síðasta áratugi, áður en fyrirtækið sem átti forritið varð gjaldþrota í kjölfar málaferla í Bandaríkjunum. Í lok ársins 2000 var talið að notendur Napster væru um 75 milljónir. Nú hafa önnur forrit eins og Kazaa og Morpheus auk fjölda annarra tekið við því hlutverki Napster að deila MP3-skrám um Internetið.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Daði Ingólfsson

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

25.2.2003

Spyrjandi

Andrés Gunnarsson, f. 1989

Tilvísun

Daði Ingólfsson. „Hvað er mp3?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3168.

Daði Ingólfsson. (2003, 25. febrúar). Hvað er mp3? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3168

Daði Ingólfsson. „Hvað er mp3?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3168>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mp3?
the Moving Pictures Expert Group. MP3 er notað til að þjappa hljóði á tölvutæku formi svo það taki minna stafrænt geymslupláss.

Um þjöppun er hægt að lesa nánar í svari Hjálmtýs Hafsteinssonvar við spurningunni Tapa lög eða önnur gögn gæðum við að geymast á hörðum disk eða við flutning milli tölva?.

MP3 var upphaflega þróað af MPEG-hópnum, sem sérhæfir sig í ISO/IEC-stöðlum fyrir þjöppun og afþjöppun, og kótaða framsetningu á hreyfimyndum, hljóði og samsetningu þess. MP3-staðallinn var síðan endurbættur af Fraunhofer-stofnuninni.

Það sem hefur gert staðalinn vinsælan er að með honum er hægt að þjappa hljóði þannig að það taki allt að 12 sinnum minna stafrænt geymslupláss en ella, án þess að mannseyrað greini markverðan mun! Þjöppunin felst einfaldlega í því að eyða út hljóði á upprunalegu upptökunni af því tíðnisviði sem mannseyrað greinir ekki. Þegar MP3-skrár eru búnar til úr venjulegum hljóðskrám (til dæmis WAV eða AIFF-skrám) getur notandinn yfirleitt valið hversu mikið hann vill þjappa hljóðinu: Því meiri sem þjöppunin er þeim mun verri verða hljóðgæðin. Hægt er að spila MP3-skrár í flestum tónlistarforritum og jafnvel á sumum venjulegum geisla- og DVD-spilurum. Stór markaður er nú fyrir MP3-spilurum sem eru litlir tónlistarspilarar sem hægt er að hlaða MP3 lögum inn á. Tilvist MP3-spilarans er góð fyrir þá sem ræna tónlist í gegnum netið því að þeir þurfa nú aðeins að hlaða lögunum inn á spilarann, ekki skrifa þá á geisladisk og nota ferðageislaspilara. Án vafa er iPod frá Apple vinsælasti MP3-spilari allra tíma en í honum er nú einnig hægt að skoða ljósmyndir og horfa á kvikmyndir.



iPod er vinsælasti MP3-spilari í heimi

Mikið hefur verið rætt og ritað um ágæti MP3-staðalsins. Flestir virðast sammála um gæði hans en ólögleg dreifing tónlistar á MP3-formi hefur sett mark sitt á umræðu um hann. Staðallinn er stórum hagsmunaaðilum tónlistariðnaðarins mikill þyrnir í augum þar sem hann auðveldar dreifingu tónlistar um netið. Samkvæmt lögum um höfundarétt er í sjálfu sér ekki ólöglegt að þjappa tónlist af eigin geisladiski með hjálp MP3-staðalsins, afrita hana fyrir fjölskylduna og jafnvel hlaða inn á ferðaspilara. Að öðru leyti er ólöglegt að dreifa henni. Á þessu hefur verið misbrestur þar sem Internetið býður upp á einfalda dreifingu efnis af þessu tagi.

Dreifing MP3-tónlistarskráa á Internetinu á sér stutta, en þyrnum stráða sögu. Tónlistarframleiðendur og hagsmunasamtök tónlistarmanna hafa reynt að hafa stjórn á dreifingu tónlistar á Internetinu með misjöfnum árangri þar sem netforritarar hafa alltaf fundið glufur á höfundaréttarlögum. Það er auðvelt að stöðva ólöglega dreifingu tónlistar á heimasíðum þar sem auðvelt er fyrir hagsmunaaðila að finna þessar heimasíður og kæra þá sem sjá um þær.

Skráardeiliforritið Napster komst fram hjá þessu vandamáli og varð gríðarlega vinsælt til að deila MP3-tónlistarskrám á síðasta áratugi, áður en fyrirtækið sem átti forritið varð gjaldþrota í kjölfar málaferla í Bandaríkjunum. Í lok ársins 2000 var talið að notendur Napster væru um 75 milljónir. Nú hafa önnur forrit eins og Kazaa og Morpheus auk fjölda annarra tekið við því hlutverki Napster að deila MP3-skrám um Internetið.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir: