Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 90 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið glundroði og hvað merkja glund og roði í orðinu?

Orðið glundroði merkir ‘ruglingur, tætingur, samsull’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:259) er uppruni óviss en að upphafleg merking sé hugsanlega ‘glær (þunnur) vökvi’. Fyrri liður samsetningarinnar er þá glundur ‘þunnt mauk, þunnur spónamatur, gutl; ruglingur’. Glundroði sé þá or...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 'spam'?

'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'. Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðss...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast standberg?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast dropsteinshellar?

Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir. Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65): Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvar vex ananas?

Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er dyngjugos?

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?

Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn. Í þeim ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af maurum?

Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu. Rúmlega 12.000 tegundu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru Kanaríeyjar í Afríku?

Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd t...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?

Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...

category-iconJarðvísindi

Er eldgosið í Holuhrauni stórt miðað við eldgos úti í heimi?

Þegar þetta er ritað, í lok nóvember 2014, hefur eldgosið í Holuhrauni staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Kvikan sem hefur komið upp í Holuhrauni til þessa er nú vel yfir einn rúmkílómetri að magni. Þetta er því ef til vill stærsta gosið á Íslandi síðan Skaftáreldar geisuðu árið 1783. Það er áhugavert að skoða h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif getur landslag haft á myndun tegunda?

Hugtakið tegund (e. species) er mikið notað í daglegu tali. Í líffræði er tegund grunneining þess sem kallað er flokkunarfræði, en hún fjallar um skyldleika lífvera og skipan þeirra í ættartré. Það er erfitt að skilgreina tegund og hafa margar ólíkar skilgreiningar verið settar fram, hver með sína styrkleika og ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?

Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska. Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleik...

Fleiri niðurstöður