Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ármann Höskuldsson

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn.

Í þeim tilfellum þegar basísk kvika leitar til yfirborðs einkennist gosið af því að kvika streymir í stríðum straumi upp um gígopið og teygir sig allt að 300 m upp í loft. Nefnist þetta fyrirbæri „fire fountain“ á ensku og „fontaine de lava“ á frönsku.

Ef súr kvika á í hlut rísa gosefnin mun hærra til himins og geta náð upp í allt að 3-6 km hæð áður en þau fara að breiða úr sér og rísa fyrir tilstuðlan iðustreymis. Endanleg hæð gosefna getur verið allt að 40 km í slíkum gosum. Í þessum tilvikum er talað um „eruption column“ á ensku eða „colon eruptive“ á frönsku.



Gossúla sem myndaðist við eldgos í Pu’u O’o á Hawaii árið 1984.

Þegar gossúlur myndast, hvort sem kvikan er basísk eða súr, er það gas í kvikunni sem er í aðalhlutverki. Gös eins og kolsýra og vatn eru uppleyst í kvikunni þegar hún er undir miklum þrýstingi. Þegar kvikan kemur upp til yfirborðs lækkar þrýstingurinn og kvikugasið losnar úr henni. Við það að losna úr kvikunni margfaldar gasið rúmmál sitt nokkur þúsund sinnum. Gosrásin sjálf er aftur á móti föst stærð og breytist ekki. Því verða kvikan og gasið að auka hraða sinn upp á við til þess að mæta rúmmáls aukningu gasanna. Þetta verður til þess að þegar á yfirborð er komið spýtist kvikan upp úr gígunum og myndar gossúlur.

Guststrókar eru aftur á móti allt annars eðlis og eru nátengdir fyrirbæri sem nefnt er „dust devils“ á ensku. Þeir myndast þegar að heitt loft yfir hraunum rís sökum þess að það er eðlisléttara en umhverfið. Guststrókar eru raunar mjög algengir í náttúrunni og þarf ekki eldgos til þess að mynda þá. Á sólríkum dögum eru þeir mjög algengir vegna varmagetu sólar.

Mynd:

Lunar and Planetary Institute (ljósmyndari P. Mouginis-Mark)

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

17.10.2005

Spyrjandi

Andrés Gunnarsson, f. 1989

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?“ Vísindavefurinn, 17. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5334.

Ármann Höskuldsson. (2005, 17. október). Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5334

Ármann Höskuldsson. „Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5334>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?
Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn.

Í þeim tilfellum þegar basísk kvika leitar til yfirborðs einkennist gosið af því að kvika streymir í stríðum straumi upp um gígopið og teygir sig allt að 300 m upp í loft. Nefnist þetta fyrirbæri „fire fountain“ á ensku og „fontaine de lava“ á frönsku.

Ef súr kvika á í hlut rísa gosefnin mun hærra til himins og geta náð upp í allt að 3-6 km hæð áður en þau fara að breiða úr sér og rísa fyrir tilstuðlan iðustreymis. Endanleg hæð gosefna getur verið allt að 40 km í slíkum gosum. Í þessum tilvikum er talað um „eruption column“ á ensku eða „colon eruptive“ á frönsku.



Gossúla sem myndaðist við eldgos í Pu’u O’o á Hawaii árið 1984.

Þegar gossúlur myndast, hvort sem kvikan er basísk eða súr, er það gas í kvikunni sem er í aðalhlutverki. Gös eins og kolsýra og vatn eru uppleyst í kvikunni þegar hún er undir miklum þrýstingi. Þegar kvikan kemur upp til yfirborðs lækkar þrýstingurinn og kvikugasið losnar úr henni. Við það að losna úr kvikunni margfaldar gasið rúmmál sitt nokkur þúsund sinnum. Gosrásin sjálf er aftur á móti föst stærð og breytist ekki. Því verða kvikan og gasið að auka hraða sinn upp á við til þess að mæta rúmmáls aukningu gasanna. Þetta verður til þess að þegar á yfirborð er komið spýtist kvikan upp úr gígunum og myndar gossúlur.

Guststrókar eru aftur á móti allt annars eðlis og eru nátengdir fyrirbæri sem nefnt er „dust devils“ á ensku. Þeir myndast þegar að heitt loft yfir hraunum rís sökum þess að það er eðlisléttara en umhverfið. Guststrókar eru raunar mjög algengir í náttúrunni og þarf ekki eldgos til þess að mynda þá. Á sólríkum dögum eru þeir mjög algengir vegna varmagetu sólar.

Mynd:

Lunar and Planetary Institute (ljósmyndari P. Mouginis-Mark)...